
Sport
Keppni hætt vegna veðurs

Keppni á PGA-Meistaramótinu í golfi var frestað um klukkan ellefu í kvöld vegna þrumuveðurs á Baltusrol-vellinum í New Jersey og hefur verið ákveðið að hefja leik aftur á morgun. Sjónvarpsstöðin Sýn mun vera með beina útsendigu á morgun og hefst útsending klukkan 14:00. Þegar leik var hætt var Phil Mickelson frá Bandaríkjunum með forsytu. Staðan þegar keppni var hætt. P Mickelson BNA -4 13 S Elkington Ástr. -3 15 T Bjorn Dan -3 14 T Woods BNA -2 18 V Singh Fij -2 15 D Love BNA -2 13 M Campbell NS -1 18 G Ogilvy BNA -1 18 R Goosen SA -1 16