Enginn gróði af lágu verði 16. ágúst 2005 00:01 Aurasálin hefur velt mikið því fyrir sér hvernig Bónusfeðgar urðu jafn ríkir og raun ber vitni. Þar sem Aurasálin er svo rík að eiga stóran hóp barna sem öll hafa erft dugnað og útsjónarsemi foreldra sinna, ber hún nokkurn hlýhug til þeirra feðga. Þeir lækkuðu matarreikning fjölskyldunnar svo um munaði og vandséð að Aurasálin hefði nokkurn tímann tekið sér sumarfrí ef Bónus hefði ekki verið stofnað. Hitt er gjörsamlega óskiljanlegt að þeir sem seldu vörurnar ódýrara en hinir hafi orðið svona ríkir. Eða öllu heldur er það gjörsamlega hulin ráðgáta hvers vegna þeir sem seldu sömu vöruna á mun hærra verði skuli ekki vera í dag miklu ríkari en þeir feðgar. Manni finnst nú ekki ofrausn að einhverjir af þessum fræðingum sem Aurasálin hefur kostað til náms með skattpeningum sínum, skýri þetta fyrir íslenskum almenningi í eitt skipti fyrir öll. Aurasálin vill þó ekki draga þá ályktun að það hafi verið með svindli, enda verður að viðurkennast að tilraunir til þess að lesa ákærur á hendur Baugsmönnum mistókust. Það þyrfti nú að senda lögfræðinga á námskeið í því að segja það sem þeir eru að hugsa á máli sem einhverjir aðrir skilja. Nú er það svo að Aurasálin telur það almennt siðlaust að fólk græði meira en sem nemur sanngjörnum launum fyrir atorku sína og dugnað. Þau laun þarf svo sem ekkert að skera við nögl, en það er auðvitað í meira lagi undarlegt að menn verði milljarðamæringar af þessu öllu saman. Annars var frændi Aurasálarinnar sem er býsna glúrinn og hefur verið að græða eitthvað á því að gera ekki neitt að þetta væri pappírshagnaður. Hann skýrði þetta ekki mikið nánar, en Aurasálin er sannfærð um að pappírshagnaður geti ekki verið mjög góður hagnaður. Pappír er mjög forgengilegt efni og þolir hvorki vætu né sól. Aurasálin dregur því þá ályktun að þetta muni allt hrynja. Líka hjá Bónusfeðgum sem geta augljóslega ekki hafa grætt á því að selja vöruna ódýrar en hinir. Það bara gengur ekki upp. Hvað hina varðar sem seldu vörurnar dýrar en Bónus, þá er tími til kominn að einhver atorkusamur rannsóknarblaðamaður eða yfirvöld sjálf fletti ofan af því hvort þessir menn hafi ekki komið fúlgum fjár undan og eigi þá nú í svissneskum bönkum. Aurasálin verslaði stundum við Kaupfélagið sem seldi vörur á hærra verði en Bónus. Sambandi fór á hausinn og Aurasálin er viss um að þar hljóti peningar að hafa horfið til útlanda með dularfullum hætti. Útilokað er annað en að þeir hafi verið að græða, því vöruverðið var hátt og menn græða á því að kaupa ódýrt og selja dýrt. Ekki satt! Aurasálin Á gráa svæðinu Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Aurasálin hefur velt mikið því fyrir sér hvernig Bónusfeðgar urðu jafn ríkir og raun ber vitni. Þar sem Aurasálin er svo rík að eiga stóran hóp barna sem öll hafa erft dugnað og útsjónarsemi foreldra sinna, ber hún nokkurn hlýhug til þeirra feðga. Þeir lækkuðu matarreikning fjölskyldunnar svo um munaði og vandséð að Aurasálin hefði nokkurn tímann tekið sér sumarfrí ef Bónus hefði ekki verið stofnað. Hitt er gjörsamlega óskiljanlegt að þeir sem seldu vörurnar ódýrara en hinir hafi orðið svona ríkir. Eða öllu heldur er það gjörsamlega hulin ráðgáta hvers vegna þeir sem seldu sömu vöruna á mun hærra verði skuli ekki vera í dag miklu ríkari en þeir feðgar. Manni finnst nú ekki ofrausn að einhverjir af þessum fræðingum sem Aurasálin hefur kostað til náms með skattpeningum sínum, skýri þetta fyrir íslenskum almenningi í eitt skipti fyrir öll. Aurasálin vill þó ekki draga þá ályktun að það hafi verið með svindli, enda verður að viðurkennast að tilraunir til þess að lesa ákærur á hendur Baugsmönnum mistókust. Það þyrfti nú að senda lögfræðinga á námskeið í því að segja það sem þeir eru að hugsa á máli sem einhverjir aðrir skilja. Nú er það svo að Aurasálin telur það almennt siðlaust að fólk græði meira en sem nemur sanngjörnum launum fyrir atorku sína og dugnað. Þau laun þarf svo sem ekkert að skera við nögl, en það er auðvitað í meira lagi undarlegt að menn verði milljarðamæringar af þessu öllu saman. Annars var frændi Aurasálarinnar sem er býsna glúrinn og hefur verið að græða eitthvað á því að gera ekki neitt að þetta væri pappírshagnaður. Hann skýrði þetta ekki mikið nánar, en Aurasálin er sannfærð um að pappírshagnaður geti ekki verið mjög góður hagnaður. Pappír er mjög forgengilegt efni og þolir hvorki vætu né sól. Aurasálin dregur því þá ályktun að þetta muni allt hrynja. Líka hjá Bónusfeðgum sem geta augljóslega ekki hafa grætt á því að selja vöruna ódýrar en hinir. Það bara gengur ekki upp. Hvað hina varðar sem seldu vörurnar dýrar en Bónus, þá er tími til kominn að einhver atorkusamur rannsóknarblaðamaður eða yfirvöld sjálf fletti ofan af því hvort þessir menn hafi ekki komið fúlgum fjár undan og eigi þá nú í svissneskum bönkum. Aurasálin verslaði stundum við Kaupfélagið sem seldi vörur á hærra verði en Bónus. Sambandi fór á hausinn og Aurasálin er viss um að þar hljóti peningar að hafa horfið til útlanda með dularfullum hætti. Útilokað er annað en að þeir hafi verið að græða, því vöruverðið var hátt og menn græða á því að kaupa ódýrt og selja dýrt. Ekki satt!
Aurasálin Á gráa svæðinu Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira