Viðskipti erlent

Hagnaður SAS þrefaldast

Hagnaður SAS, stærsta flugfélags á Norðurlöndunum, rúmlega þrefaldaðist á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Hagnaður fjórðungsins nam rétt undir 500 milljónum sænskra króna, en á sama tíma síðasta árs nam hann 145 milljónum. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans í dag. Ástæða þess að afkoma félagsins batnar á milli ára er meðal annars sú að farþegafjöldi félagsins jókst um 3% á fjórðungnum og ákveðið var að leggja sérstakt eldsneytisgjald á hvern miða til þess að draga úr áhrifum hækkandi eldsneytiskostnaðar. Fjölgun farþega, samfara hærra miðaverði skilaði 6% tekjuaukningu á fjórðungnum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×