Segjast öll saklaus 17. ágúst 2005 00:01 Sakborningarnir í Baugsmálinu segjast allir saklausir. Þeir ákærurnar ekki byggðar á traustum grunni og eru sannfærðir um sýknudóm í málinu. Búist er við að málinu ljúki í síðasta lagi fyrir haustið 2006. Ákærur á hendur sexmenningunum eru fjörtíu talsins. Nítján ákærur taka til samskipta Baugs og skyldra aðila, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú ákæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11 verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arcadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota, sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótum sem eiga að hafa verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um ríflega eitthundrað milljónir króna. Þá er fjallað ítarlega um kafla ákærunnar um persónulega eyðslu Jóns Ásgeirs með kreditkortum fyrirtækisins, þar sem Jón Ásgeir er sakaður um að hafa á þriggja ára tímabili eytt um tólf og hálfri miljón króna í fatabúðum, skyndibitastöðum og börum. Upphæðirnar spanna frá 350 króna kaffibolla upp í 450 þúsund króna vörur frá Gucci. Baugur hefur vaxið óhemju hratt frá því fyrirtækið var skráð á markað í október 2000. Eigið fé fyrirtækisins var þá í kringum milljarður króna en í lok árs 2002 var það komið í 35 milljarða króna. Í dag er eigið fé fyrirtækisins um 480 milljarða króna og vinna yfir 50 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Hinir ákærðu viðurkenna að bókhaldið hafi ekki verið hárrétt en það sé erfitt að framkvæma þegar fyrirtæki eru í svo örum vexti. Í skýrslu lögfræðiskrifstofunnar Capcon Argen, sem Baugur fékk til að rannsaka ákærurnar á hendur forsvarsmönnum félagsins, er Baugur sagður hafa skuldað Jóni Ásgeiri margfalt það sem hann hafi tekið út úr fyrirtækinu. Eftir að hafa farið yfir öll gögn, sé ekki hægt að segja að hann hafi nokkurn tíma ætlað sér að stela enda engu reynt að leyna í reikningum félagsins. En reikningarnir eru rangir margir hverjir, það viðurkenna stjórnendur félagsins. Ef ekki er hægt að fara eftir bókhaldinu, eftir hverju á þá að fara þegar fyrirtæki eru skoðuð? Jón Ásgeir vildi lítið segja um málið en sagði að þau væru búin að fara yfir þetta og hefðu komist að því að ákærurnar væru hreinlega rangar. Og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs segir enga ákæranna vera byggða á traustum grunni. En sagði að þegar málið væri skoðað ofan í kjölinn þá virtust vera eðlilegar skýringar á öllum ákæruatriðum. Öll þau sem ákærð eru í málinu mættu til réttarins og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar upp. Ákærðu sögðu fyrir dómnum að ákærur væru rangar og lýstu öll yfir sakleysi sínu af öllum ákæruatriðum. Milliþinghald verður í málinu 20. október næstkomandi. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Sakborningarnir í Baugsmálinu segjast allir saklausir. Þeir ákærurnar ekki byggðar á traustum grunni og eru sannfærðir um sýknudóm í málinu. Búist er við að málinu ljúki í síðasta lagi fyrir haustið 2006. Ákærur á hendur sexmenningunum eru fjörtíu talsins. Nítján ákærur taka til samskipta Baugs og skyldra aðila, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú ákæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11 verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arcadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota, sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótum sem eiga að hafa verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um ríflega eitthundrað milljónir króna. Þá er fjallað ítarlega um kafla ákærunnar um persónulega eyðslu Jóns Ásgeirs með kreditkortum fyrirtækisins, þar sem Jón Ásgeir er sakaður um að hafa á þriggja ára tímabili eytt um tólf og hálfri miljón króna í fatabúðum, skyndibitastöðum og börum. Upphæðirnar spanna frá 350 króna kaffibolla upp í 450 þúsund króna vörur frá Gucci. Baugur hefur vaxið óhemju hratt frá því fyrirtækið var skráð á markað í október 2000. Eigið fé fyrirtækisins var þá í kringum milljarður króna en í lok árs 2002 var það komið í 35 milljarða króna. Í dag er eigið fé fyrirtækisins um 480 milljarða króna og vinna yfir 50 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Hinir ákærðu viðurkenna að bókhaldið hafi ekki verið hárrétt en það sé erfitt að framkvæma þegar fyrirtæki eru í svo örum vexti. Í skýrslu lögfræðiskrifstofunnar Capcon Argen, sem Baugur fékk til að rannsaka ákærurnar á hendur forsvarsmönnum félagsins, er Baugur sagður hafa skuldað Jóni Ásgeiri margfalt það sem hann hafi tekið út úr fyrirtækinu. Eftir að hafa farið yfir öll gögn, sé ekki hægt að segja að hann hafi nokkurn tíma ætlað sér að stela enda engu reynt að leyna í reikningum félagsins. En reikningarnir eru rangir margir hverjir, það viðurkenna stjórnendur félagsins. Ef ekki er hægt að fara eftir bókhaldinu, eftir hverju á þá að fara þegar fyrirtæki eru skoðuð? Jón Ásgeir vildi lítið segja um málið en sagði að þau væru búin að fara yfir þetta og hefðu komist að því að ákærurnar væru hreinlega rangar. Og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs segir enga ákæranna vera byggða á traustum grunni. En sagði að þegar málið væri skoðað ofan í kjölinn þá virtust vera eðlilegar skýringar á öllum ákæruatriðum. Öll þau sem ákærð eru í málinu mættu til réttarins og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar upp. Ákærðu sögðu fyrir dómnum að ákærur væru rangar og lýstu öll yfir sakleysi sínu af öllum ákæruatriðum. Milliþinghald verður í málinu 20. október næstkomandi.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent