Skipulag á röngum forsendum 19. ágúst 2005 00:01 Skipulagsmál í Kópavogi - Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi Hugmyndir bæjaryfirvalda í Kópavogi um skipulag á svæðinu í kringum Kópavogshælið voru auglýstar 13. júlí síðastliðinn undir nafninu Kópavogstún. Gera hugmyndirnar ráð fyrir 384 íbúðum á þessu svæði að stærstum hluta í fjölbýli. Kópavogsbær eignaðist stóran hluta af landinu sem skipulagið nær til árið 2003 en afgangurinn er í eigu Ríkisspítalanna. Þar er rekin mikilvæg starfsemi eins og líknardeild, endurhæfing og Fjölsmiðjan á góðum stað. Engar viðræður eru í gangi milli bæjarins og Ríkisspítalanna um frekari kaup á landi á þessu svæði. Með skipulagshugmyndunum er verið að gjörbreytta ásýnd og eðli byggðarinnar á svæðinu sem hefur mikil áhrif á umferðar- og skólamál á Kársnesinu öllu. Á kynningarfundi í Kársnesskóla 11. ágúst færði Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður skipulagsnefndar, þau rök fyrir þessu mikla byggingarmagni að landið hafi verið dýrt og að bærinn verði að ná inn fyrir kaupverðinu með svokölluðum yfirtökugjöldum sem lögð eru á hverja íbúð eins og venja er. Þessi röksemd sjálfstæðismanna stenst alls ekki, því ef miðað er við þau yfirtökugjöld sem lögð voru á í Þingahverfi í Vatnsenda myndi byggingarmagnið sem skipulagið gerir ráð fyrir á þeim hluta Kópavogstúnsins sem bærinn á nú þegar gefa sveitarfélaginu 451 milljón króna í tekjur en heildarkaupverð landsins var 260 milljónir króna. Það "þarf" því ekki að byggja meira en 15 einbýlishús, 10 raðhús og 50 íbúðir í fjölbýli til að bærinn komi út á sléttu. Þetta mikla byggingarmagn er því pólitísk ákvörðun og það er vondur málflutningur hjá Gunnsteini bæjarfulltrúa að halda öðru fram. Með hliðsjón að ofangreindu á að skoða grunnhugmynd skipulagsins og það byggingarmagn sem þar er gert ráð fyrir. Einnig ætti að nota tækifærið og kanna hug Sunnuhlíðar til stækkunnar á sinni starfsemi og taka upp viðræður við Ríkisspítalana um þeirra framtíðarsýn á starfseminni í Kópavogi og hvort sú sýn geti ekki samræmst hugmyndum Kópavogsbæjar. Eins og oft áður í valdatíð núverandi meirihluta kvarta íbúar yfir fyrirkomulagi á kynningu á skipulagshugmyndum. Raunar var óvenjuilla staðið að kynningu á þessum fundi og var hann haldinn 11. ágúst, degi eftir að lögbundnum auglýsingatíma lauk og þokkalega fundarsókn mátti að mestu þakka dreifimiðum sem íbúarnir dreifðu sjálfir í hús. Það virðist því vera þannig að bæjarfulltrúar meirihlutans vilji að sem fæstir komi á slíka kynningarfundi enda fundinum valinn tími í byrjun ágúst. Gagnrýndi undirritaður þessa tímasetningu sérstaklega á vegum bæjarins en við litlar undirtektir. Fundarmenn gagnrýndu skipulagshugmyndirnar harðlega og skort á samráði við íbúa við gerð þeirra. Frestur til að gera athugasemdir og koma með ábendingar stendur til 24. ágúst og skora ég á alla sem áhuga hafa á framtíð Kópavogs og þessa viðkvæma svæðis að koma á sínum sjónarmiðum á framfæri við bæjaryfirvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Skipulagsmál í Kópavogi - Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi Hugmyndir bæjaryfirvalda í Kópavogi um skipulag á svæðinu í kringum Kópavogshælið voru auglýstar 13. júlí síðastliðinn undir nafninu Kópavogstún. Gera hugmyndirnar ráð fyrir 384 íbúðum á þessu svæði að stærstum hluta í fjölbýli. Kópavogsbær eignaðist stóran hluta af landinu sem skipulagið nær til árið 2003 en afgangurinn er í eigu Ríkisspítalanna. Þar er rekin mikilvæg starfsemi eins og líknardeild, endurhæfing og Fjölsmiðjan á góðum stað. Engar viðræður eru í gangi milli bæjarins og Ríkisspítalanna um frekari kaup á landi á þessu svæði. Með skipulagshugmyndunum er verið að gjörbreytta ásýnd og eðli byggðarinnar á svæðinu sem hefur mikil áhrif á umferðar- og skólamál á Kársnesinu öllu. Á kynningarfundi í Kársnesskóla 11. ágúst færði Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður skipulagsnefndar, þau rök fyrir þessu mikla byggingarmagni að landið hafi verið dýrt og að bærinn verði að ná inn fyrir kaupverðinu með svokölluðum yfirtökugjöldum sem lögð eru á hverja íbúð eins og venja er. Þessi röksemd sjálfstæðismanna stenst alls ekki, því ef miðað er við þau yfirtökugjöld sem lögð voru á í Þingahverfi í Vatnsenda myndi byggingarmagnið sem skipulagið gerir ráð fyrir á þeim hluta Kópavogstúnsins sem bærinn á nú þegar gefa sveitarfélaginu 451 milljón króna í tekjur en heildarkaupverð landsins var 260 milljónir króna. Það "þarf" því ekki að byggja meira en 15 einbýlishús, 10 raðhús og 50 íbúðir í fjölbýli til að bærinn komi út á sléttu. Þetta mikla byggingarmagn er því pólitísk ákvörðun og það er vondur málflutningur hjá Gunnsteini bæjarfulltrúa að halda öðru fram. Með hliðsjón að ofangreindu á að skoða grunnhugmynd skipulagsins og það byggingarmagn sem þar er gert ráð fyrir. Einnig ætti að nota tækifærið og kanna hug Sunnuhlíðar til stækkunnar á sinni starfsemi og taka upp viðræður við Ríkisspítalana um þeirra framtíðarsýn á starfseminni í Kópavogi og hvort sú sýn geti ekki samræmst hugmyndum Kópavogsbæjar. Eins og oft áður í valdatíð núverandi meirihluta kvarta íbúar yfir fyrirkomulagi á kynningu á skipulagshugmyndum. Raunar var óvenjuilla staðið að kynningu á þessum fundi og var hann haldinn 11. ágúst, degi eftir að lögbundnum auglýsingatíma lauk og þokkalega fundarsókn mátti að mestu þakka dreifimiðum sem íbúarnir dreifðu sjálfir í hús. Það virðist því vera þannig að bæjarfulltrúar meirihlutans vilji að sem fæstir komi á slíka kynningarfundi enda fundinum valinn tími í byrjun ágúst. Gagnrýndi undirritaður þessa tímasetningu sérstaklega á vegum bæjarins en við litlar undirtektir. Fundarmenn gagnrýndu skipulagshugmyndirnar harðlega og skort á samráði við íbúa við gerð þeirra. Frestur til að gera athugasemdir og koma með ábendingar stendur til 24. ágúst og skora ég á alla sem áhuga hafa á framtíð Kópavogs og þessa viðkvæma svæðis að koma á sínum sjónarmiðum á framfæri við bæjaryfirvöld.
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun