Innlent

15 milljónasta plantan gróðursett

Fimmtán milljónasta Landgræðsluskógaplantan var gróðursett í Smalaholti í Garðabæ við norðanvert Vífilsstaðavatn í gær. Það var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem gróðursetti plöntuna, en í ár eru liðin 15 ár frá því Skógræktarfélag Íslands hóf mikið skógræktarverkefni undir heitinu Landgræðsluskógar í samvinnu við skógræktarfélög, sveitarfélög, Landgræðsluna og landbúnaðarráðuneytið. Verkefnið er umfangsmesta skógræktarátak sem ráðist hefur verið í hér á landi og hefur um ein milljón trjáplantna verið gróðursett árlega að meðaltali á tímabilinu, samtals um 15 milljónir plantna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×