Viðskipti innlent

Næstu skref bankanna

Á markaðnum bíða menn spenntir eftir næstu útrásarhreyfingum bankanna. Breska fjármálafyrirtækið Collins Stewart var í umræðu breskra blaða vegna hugsanlegrar yfirtöku. Landsbankinn er talinn áhugasamur og herma fregnir að Halldór J. Kristjánsson hafi varla sést hér á landi að undanförnu. KB banki hefur einnig verið nefndur til sögunnar, en talið er að bankinn hafi í nógu að snúast í bili í London með því að tvinna rekstur Singer and Friedlander inn í reksturinn. Collin Stewart er verðbréfafyrirtæki, en margir eru á því að Landsbankinn muni frekar ráðast í kaup á lánabanka sem myndi styrkja bankann varðandi lánshæfismat. Þá eru uppi raddir um að Landsbankinn hyggi á frekari framrás í Carnegie. KB banki hins vegar hefur gefið út að þeir hyggi á eflingu starfsemi í Noregi og í Finnlandi. Áhugi er á að kaupa bankastarfsemi Sampo í Finnlandi og KB banki hefur einnig keypt hluti í tryggingafélaginu Storebrand og kann hugsanlega að hafa áhuga á bankastarfsemi þess fyrirtækis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×