Innlent

Segja sóknarfæri í Rússlandi

Uppbygging stórmarkaða í Rússlandi er ónýtt tækifæri í útflutningi til Rússlands að því er fram kemur á síðunni interseafood.com. Rússar eru sólgnir í síld og eru duglegir við vöruþróun síldarafurða. Norðmenn telja að um gríðarleg tækifæri sé að ræða á þessum markaði. Þar sé stórmörkuðum að fjölga og eru nú þegar orðnir áberandi í Moskvu og Pétursborg, en að auki séu ellefu milljónaborgir til viðbótar í landinu. Norskir sérfræðingar sem vitnað er í, segja árangur þó háðan efnum fólks, gengi og flutningum. Rússar séu mjög hrifnir af síldinni og er algengt að 30-40 síldarréttir séu í boði í verslunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×