Innlent

Flestir umsækjendur hafi komist að

Frístundaheimili Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar hafa náð að taka inn flest þau börn sem sóttu um fyrir augslýstan umsóknarfrest í vor. Á 26 af 33 frístundaheimilum eru öll börn komin inn sem sótt var um fyrir á réttum tíma. 10 frístundaheimili eru fullmönnuð, en mjög erfiðlega hefur gengið að manna frístundaheimili borgarinnar. Í frétt sem birtist á heimasíðu Reykjavíkurborgar segir að ÍTR hafi lagt mikla fjármuni og vinnu í að reyna að nái starfsmenn á frístundaheimilin; auglýst hafi verið jafnt og þétt eftir starfsmönnum frá því í vor og verði því haldið áfram þar til fullmannað verður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×