Innlent

Heimsþing Ladies Circle sett í dag

Árlegt heimsþing samtakanna Ladies Circle hefst í Reykjavík í dag. Er þetta í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en það sækja um 600 konur frá 28 þjóðlöndum. Að lokinni setningu þingsins í Hallgrímskrikju klukkan hálfsjö í kvöld verður gengið í skrúðgöngu að Kjarvalsstöðum og munu margar konurnar klæðast þjóðbúningum landa sinna. Ladies Circle eru alþjóðleg samtök kvenna sem telja um 10 þúsund félagskonur. Tilgangur samtakanna er að auka vináttu kvenna í milli frá ólíkum menningarheimum og víkka þannig sjóndeildarhring þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×