Eftirsóknarverð einkavæðing? 25. ágúst 2005 00:01 Fyrir þrifum stendur að einkavæða nokkur stærstu fyrirtæki Færeyja en stór hluti færeysks efnahagslíf er í eigu ríkisins eða Landsstýrisins eins og það heitir í Færeyjum enn sem komið er. Fyrirtækin sem stendur til að einkavæða eru Föroya Tele, sem er eitt af tveimur símafyrirtækjunum í Færeyjum, Atlantic Airways, flugfélag Færeyinga, Föroya Banki sem er stærsti banki Færeyja og Lív, tryggingafélag í Færeyjum. Færeyingar eru rúmlega 50 þúsund og eru mikil sjávarútvegsþjóð. Nánast allur útflutningur er tengdur sjávarútvegi, bæði fiskur og unnar fiskafurðir. Einnig eru samgöngur, fjarskipti og bankar stór hluti af færeysku efnahagslífi. Hagvöxtur var mestur árið 2002 eða fimm prósent en svo fór að ára verr og dróst landframleiðsla saman árið 2003. Ef aðstæður í kjölfar einkavæðingar verða svipaðar og hér á landi má búast við uppgangi í kjölfar einkavæðingar. Peningamagn í umferð eykst, aukinn kraftur verður settur í fjárfestingar og viðskiptaumhverfið í Færeyjum verður mun alþjóðlegra. Olíuleit hefur skapað atvinnu og miklar vonir eru bundnar við olíuvinnslu Færeyinga. Skýrasta dæmið um það er fyrsta færeyska félagið skráð á markað hér á landi, Atlantic Petroleum. Færeyska stjórnin hefur tilkynnt að fyrir dyrum standi að einkavæða fjögur fyrirtæki, Atlantic Airways, Föroya Banki, Lív og Föroya Tele. Líkt og hefur átt sér stað hér á landi í kringum einkavæðingu eru ýmis atriði sem þarf að huga að áður en fyrirtækin eru seld. Ein af stærstu spurningunum sem velt hefur verið upp er hversu mikinn hlut erlendir fjárfestar eigi að geta keypt. Það sem ýtir undir væntingar um að Íslendingar verði áhrifamiklir í Færeyjum á komandi árum er lítill áhugi erlendra fjárfesta á íslenskum fyrirtækjum. Áhuginn er þó að aukast en gera ráð fyrir að enn minni áhugi sé hjá þeim á Færeyjum, að undanskildum Dönum þó en þeir hafa til þessa ekki verið mikið að koma sér fyrir í Færeyjum. Íslendingar hafa nú þegar komið sér ágætlega fyrir í Færeyjum og eiga þar hlut í ýmsum fyrirtækjum. Dæmi um það eru nýleg kaup Og fjarskipta á 68 prósenta hlut í P/f Kall en fyrirtækið hefur náð ágætri markaðshlutdeild á færeyska fjarskiptamarkaðinum. Eimskip sameinaðist Föroya Ship á síðasta ári og hefur einnig nýlega fest kaup á færeysku flutningafélagi. Eimskip stefnir að því að byggja upp alhliða flutningafélag í Færeyjum og á borð við það sem hefur verið gert hér á landi. KB banki er með starfsemi í Færeyjum og hefur á skömmum tíma náð að hasla sér völl á sviðum sem færeysku bankarnir hafa sinnt lítið, verðbréfaviðskiptum og fjárfestingarbankasviði. Baugur á 50 prósenta hlut í SMS sem er stærsta matvörukeðja í Færeyjum með átta verslanir, þarf af sex Bónusverslanir og tvo stórmarkaði. Samherji hefur einnig komið sér fyrir í Færeyjum en félagið á hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum þar, bæði í útgerðum frystiskipa og uppsjávarveiðiskipa. Þegar færeysk fyrirtæki verða einkavædd og skráð á hlutabréfamarkað verða þau skráð hér á landi. Íslenskir fjárfestar eru því líklegri til þess að hafa áhuga á hlutum í færeyskum félögum. Ástæða þess að íslenska Kauphöllin varð fyrir valinu um skráningu færeyskra fyrirtækja en ekki sú danska er sú að aðstæður hér á landi til skráningar voru fýsilegri þegar Færeyingar skoðuðu málin. Því er búið að leggja traustan grunn að viðskiptum með færeysk verðbréf þegar að skráningu fleiri félaga verður. Líklega verða áhugasamir kaupendur frá Íslandi boðnir velkomnir til að koma að rekstri fyrirtækja í Færeyjum með reynslu frá svipaðri en aðeins stærri þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dögg Hjaltalín Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Fyrir þrifum stendur að einkavæða nokkur stærstu fyrirtæki Færeyja en stór hluti færeysks efnahagslíf er í eigu ríkisins eða Landsstýrisins eins og það heitir í Færeyjum enn sem komið er. Fyrirtækin sem stendur til að einkavæða eru Föroya Tele, sem er eitt af tveimur símafyrirtækjunum í Færeyjum, Atlantic Airways, flugfélag Færeyinga, Föroya Banki sem er stærsti banki Færeyja og Lív, tryggingafélag í Færeyjum. Færeyingar eru rúmlega 50 þúsund og eru mikil sjávarútvegsþjóð. Nánast allur útflutningur er tengdur sjávarútvegi, bæði fiskur og unnar fiskafurðir. Einnig eru samgöngur, fjarskipti og bankar stór hluti af færeysku efnahagslífi. Hagvöxtur var mestur árið 2002 eða fimm prósent en svo fór að ára verr og dróst landframleiðsla saman árið 2003. Ef aðstæður í kjölfar einkavæðingar verða svipaðar og hér á landi má búast við uppgangi í kjölfar einkavæðingar. Peningamagn í umferð eykst, aukinn kraftur verður settur í fjárfestingar og viðskiptaumhverfið í Færeyjum verður mun alþjóðlegra. Olíuleit hefur skapað atvinnu og miklar vonir eru bundnar við olíuvinnslu Færeyinga. Skýrasta dæmið um það er fyrsta færeyska félagið skráð á markað hér á landi, Atlantic Petroleum. Færeyska stjórnin hefur tilkynnt að fyrir dyrum standi að einkavæða fjögur fyrirtæki, Atlantic Airways, Föroya Banki, Lív og Föroya Tele. Líkt og hefur átt sér stað hér á landi í kringum einkavæðingu eru ýmis atriði sem þarf að huga að áður en fyrirtækin eru seld. Ein af stærstu spurningunum sem velt hefur verið upp er hversu mikinn hlut erlendir fjárfestar eigi að geta keypt. Það sem ýtir undir væntingar um að Íslendingar verði áhrifamiklir í Færeyjum á komandi árum er lítill áhugi erlendra fjárfesta á íslenskum fyrirtækjum. Áhuginn er þó að aukast en gera ráð fyrir að enn minni áhugi sé hjá þeim á Færeyjum, að undanskildum Dönum þó en þeir hafa til þessa ekki verið mikið að koma sér fyrir í Færeyjum. Íslendingar hafa nú þegar komið sér ágætlega fyrir í Færeyjum og eiga þar hlut í ýmsum fyrirtækjum. Dæmi um það eru nýleg kaup Og fjarskipta á 68 prósenta hlut í P/f Kall en fyrirtækið hefur náð ágætri markaðshlutdeild á færeyska fjarskiptamarkaðinum. Eimskip sameinaðist Föroya Ship á síðasta ári og hefur einnig nýlega fest kaup á færeysku flutningafélagi. Eimskip stefnir að því að byggja upp alhliða flutningafélag í Færeyjum og á borð við það sem hefur verið gert hér á landi. KB banki er með starfsemi í Færeyjum og hefur á skömmum tíma náð að hasla sér völl á sviðum sem færeysku bankarnir hafa sinnt lítið, verðbréfaviðskiptum og fjárfestingarbankasviði. Baugur á 50 prósenta hlut í SMS sem er stærsta matvörukeðja í Færeyjum með átta verslanir, þarf af sex Bónusverslanir og tvo stórmarkaði. Samherji hefur einnig komið sér fyrir í Færeyjum en félagið á hluti í sjávarútvegsfyrirtækjum þar, bæði í útgerðum frystiskipa og uppsjávarveiðiskipa. Þegar færeysk fyrirtæki verða einkavædd og skráð á hlutabréfamarkað verða þau skráð hér á landi. Íslenskir fjárfestar eru því líklegri til þess að hafa áhuga á hlutum í færeyskum félögum. Ástæða þess að íslenska Kauphöllin varð fyrir valinu um skráningu færeyskra fyrirtækja en ekki sú danska er sú að aðstæður hér á landi til skráningar voru fýsilegri þegar Færeyingar skoðuðu málin. Því er búið að leggja traustan grunn að viðskiptum með færeysk verðbréf þegar að skráningu fleiri félaga verður. Líklega verða áhugasamir kaupendur frá Íslandi boðnir velkomnir til að koma að rekstri fyrirtækja í Færeyjum með reynslu frá svipaðri en aðeins stærri þjóð.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun