Innlent

Takmarka innflutning litarefnis

Umhverfisstofnun hefur takmarkað enn frekar innflutning á matvælum sem innihalda litarefnið súdan en það er talið krabbameinsvaldandi. Umrætt litarefni er algengt í ýmsum kryddum og mikið notað sem hráefni í önnur matvæli en Umhverfisstofnun hafði áður takmarkað innflutning matvæla vegna súdan litarefnis í þurrkuðum chilipipar og karríi. Bætast nú við takmarkanir vegna innflutnings á túrmerík og pálmolíu og hafa takmarkanir þessar þegar tekið gildi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×