Viðskipti innlent

Veita heilbrigðisþjónustu

 Um 35 manns munu starfa hjá LSP. „Þessi tvö fyrirtæki hafa verið hvort í sínum rekstrinum,“ útskýrir Ásta. Liðsinni hafi verið með 25 hjúkrunarfræðinga á sínum vegum sem sinni tímabundnum verkefnum inni á heilbrigðisstofnunum, á læknastofum, heimilum og fyrirtækjum. Þetta sé afleysingaþjónusta sem hafi létt álag af starfsfólki stofnana í manneklu. „Þá er gert samkomulag um að við mönnum ákveðinn fjölda vakta sem vantar fólk á. Með þessu höfum við í rauninni oft komið í veg fyrir að deildum sé lokað. Þetta er því raunhæfur kostur fyrir stofnanir til að halda uppi þjónustu.“ Ásta segir að ráðgjafahlutinn snúi að heilsuvernd í fyrirtækjum. „Guðmundur Björnsson læknir og stofnandi Sögu heilsu kemur þar inn í með sína starfsemi. Þetta er vinnuvernd í fyrirtækjum þar sem boðið er upp á heilsufarsmælingar, lífstílsráðgjöf, næringarráðgjöf, umsjón með heilsuvikum og ýmislegt annað til þess að bæta heilsu starfsmanna sem einstaklinga og vinnustaðarins í heild,“ segir Ásta. Þá heldur Guðmundur áfram að bjóða upp á trúnaðarlækningar fyrir fyrirtæki. „Þetta er orðin mjög umfangsmikil starfsemi með fjölda starfsmanna,“ segir Ásta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×