Viðskipti innlent

Engar athugasemdir við kaupin

Samkeppniseftirlitið gerir engar athugasemdir vegna kaupa Skipta ehf. á öllu hlutafé íslenska ríkisins í Landsíma Íslands, en eftirlitið hefur haft kaupin til skoðunar og umsagnar. Fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands að Skipti munu greiða íslenska ríkinu kaupverð hlutafjárins, alls 66,7 milljaðra króna, þann 6. september næstkomandi og afhendir íslenska ríkið félaginu hlutaféð þann sama dag. Þeir sem standa að Skiptum ehf. eru meðal annars Exista ehf., fjárfestingarfélag í eigu Bakkabræðra, Kaupþing banki, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi og Sameinaði lífeyrissjóðurinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×