Innlent

Bólar ekki á ómerktum bílum

Lögreglan á Akranesi hafði í gær ekki enn fengið fyrirmæli um aukið umferðareftirlit á götum bæjarins, en vefmiðillinn Skessuhorn boðaði það í viðtali við Ólaf Þór Hauksson sýslumann í lok síðasta mánaðar. Haft er eftir Ólafi að teknir verði í notkun ómerktir bílar í eftirlit og hann veltir fyrir sér hvort ökumenn hafi ekki þroska til að aka á malbiki. Meðal ástæðna aukins eftirlits er sagður síendurtekinn hraðakstur ungra ökumanna á götum bæjarins. Í viðtalinu er sagt að eftirlitið sé þegar hafið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×