Innlent

Dæmdur í fangelsi sextán ára

Sextán ára gamall piltur var í gær dæmdur í 16 mánaða fangeldi fyrir fjölda innbrota og þjófnaðarmála, en ákæruliðir voru yfir 20 talsins. Dóminn kvað upp Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari í Héraðsdómi Reykjavíkur. Drengurinn var ákærður ásamt fjórum öðrum piltum, 16, 17, og 18 ára gömlum. Þrettán mánuðir refsingarinnar voru skilorðsbundnir í tvö ár, en að auki koma til frádráttar 6 vikur sem drengurinn sat í síbrotagæslu. Hann þarf engu að síður að sitja af sér um einn og hálfan mánuð í fangelsi. Pilturinn og félagar hans voru orðaðir við það sem kallað var alda innbrota á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan í Reykjavík átti í samstarfi barnaverndaryfirvöld við rannsókn málanna, því einnig komu börn við sögu í innbrotunum. Brot drengsins sneru einnig að Utan innbrota sneru einnig ákæruliðir að fjársvikum, umferðarlagabrotum og vörslu amfetamíns og kannabisefna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×