Innlent

Vikugæsluvarðhald vegna mannráns

Fimm karlmenn sem handteknir voru, grunaðir um mannrán á Seltjarnarnesi í gær, voru allir úrskurðaðir í vikugæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fimmeningarnir komu að verslun Bónuss á Seltjarnarnesi og neyddu starfsmann verslunarinnar með sér út í bíl, settu hann í farangursgeymsluna og óku á brott. Þeir óku með hann að hraðbanka þar sem þeir neyddu hann til að taka út 30 þúsund krónur, tóku féð af honum og slepptu honum í kjölfarið. Sá sem talinn er höfuðpaur ránsins er nýlaus úr síbrotagæslu vegna þjófnaðarmála og liðu aðeins nokkrar klukkustundir frá því hann var laus þar til manninum var rænt á Seltjarnarnesi. Fórnarlambið segir að sér hafi verið ógnað með skotvopni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×