Innlent

Neitar seinni stungunni

Gæsluvarðhald yfir pilti, sem talinn er hafa stungið tvo aðra með hnífi í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt, hefur verið framlengt allt til föstudagsins 14. október. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, kvað rannsókn málsins ganga vel, en fátt um hana að segja að sinni. Í skjölum lögreglu sem lögð voru fyrir Hæstarétt vegna fyrri gæsluvarðhaldsúrskurðar kemur fram að pilturinn vilji ekki kannast við að hafa stungið nema einn um nóttina og neitar því að hafa lagt til hans tvisvar, heldur hljóti hnífurinn að hafa skoppað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×