Innlent

Framhaldsákæra kom of seint

Lögfræðingar þriggja sakborninga í máli ríkislögreglustjóra á hendur feðgunum Sveini R. Eyjólfssyni og Eyjólfi Sveinssyni og átta öðrum fóru í gær fram á að framhaldsákæru sem lögð var fram í málinu yrði vísað frá. Ákært er fyrir umboðssvik og vanskil á virðisauka- og vörslusköttum í rekstri fjölda fyrirtækja, en málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður eins sakborninga, segir framhaldsákæruna sem lögð var fram í gær til komna af augljósum villum í ákærunni sem komið hafi í ljós eftir að málið var þingfest í lok júní. "Þær voru leiðréttar með þessari framhaldsákæru, en gallinn er bara sá að lögin gera ráð fyrir að framhaldsákærur skuli gefnar út þremur vikum eftir að gallar koma í ljós. Núna er hins vegar liðinn lengri tími og því fáir kostir aðrir hjá dómara en að vísa þessu frá," segir hann og bætir við að með því verði sakaragiftum á hendur stórs hluta sakborninga einnig vísað frá. Frávísunarkrafan verður tekin fyrir í héraðsdómi 19. þessa mánaðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×