Innlent

Grunað par vill lögfræðiaðstoð

Parið sem grunað er um að hafa myrt athafnamanninn Gísla Þorkelsson í Suður-Afríku, Desireé Oberholzer 43 ára og Willi Theron 28 ára, hefur lagt fram beiðni um að fá lögfræðiaðstoð. Þau voru leidd fyrir dómara í gær, en að sögn Andys Pieke talsmanns lögreglu í Boksburg í Suður-Afríku gerðist ekki annað en málinu var frestað um sinn. "Talið var að taka ætti fyrir beiðni þeirra um lausn gegn tryggingu, en það var víst bara misskilningur," segir Pieke og bætir við að næst verður málið tekið fyrir í dómi eftir rúma viku. "Þau verða þá búin að fá umbeðna aðstoð og gæti svo sem verið að þau fari fram á að vera látin laus gegn tryggingu, en það er þó ekki víst." Lík Gísla, sem var 54 ára gamall, fannst 10. júlí falið í tunnu fylltri steinsteypu þannig að aðeins sá í fætur þess. Krufning staðfesti að hann hafði verið skotinn í höfuðið. Theron og Oberholzer hafa verið kærð fyrir morð, þjófnað, svik og fyrir að hindra framgang réttvísinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×