Innlent

Skemmdir á Nordica endurmetnar

Komið hefur í ljós að ofmetnar voru skemmdir á tækjum og innanstokksmunum í ráðstefnusal á Hótel Nordica eftir grænar slettur mótmælenda í sumar. Þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær mál á hendur Ólafi Páli Sigurðssyni og Örnu Ösp Magnúsardóttur fyrir aðild þeirra. Málinu var frestað meðan sérfræðingar meta verðrýrnun hluta sem áður voru taldir ónýtir. Arna Ösp játaði, en neitaði stórfelldum eignaspjöllum, meðan Ólafur Páll neitaði sök. Bretinn Paul Geoffrey Gillvar í byrjun júlí dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, fyrir aðild sína, en skaðabótakröfum upp á tæpar 2,9 milljónir króna var vísað frá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×