Áfall fyrir ákæruvaldið 6. september 2005 00:01 "Um ákveðið áfall er að ræða fyrir ákæruvaldið, fram hjá því er ekki hægt að horfa," segir Eiríkur Tómasson lagaprófessor um bréf dómara í Baugsmálinu þar sem bent er á að verulegi annmarkar kunni að vera á ákærum. Í bréfinu segir að annmarkarnir kunni að vera slíkir að úr þeim verði ekki bætt og ákærum jafnvel vísað frá dómi. Anmarkarnir snúa að 18 ákæruliðum af 40 á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssyni. "Ákæra á að vera þannig úr garði gerð að hægt sé að dæma mál á grundvelli hennar. Hún og þau gögn sem henni fylgja eiga að vera þannig að ekki þurfi frekari skýringa við til að hægt sé að leggja dóm á ákæruna," segir Eiríkur. "Hér er um að ræða ágalla á ákærunni, það er alveg ljóst. En svo verður bara að koma í ljós hvort þeir leiða til frávísunar eftir að skýringar ákæruvaldsins hafa komið fram." Hann segir Baugsmálinu tæpast verða vísað frá í heild sinni þó svo að einstökum ákæruliðum yrði vísað frá. "Málið er svo margþætt og ákæruatriði aðskilin, sýnist mér." Jón H. Snorrason ríkissaksóknari telur ábendingar dómaranna dæmi um mjög vandaða málsmeðferð í Baugsmálinu. Þær séu fjarri því að vera áfellisdómur yfir störf ákæruvaldins, því ekki sé gefið að anmarkar séu á rannsókninni. "Oft eru fundir einhverjir hnökrar á ákærum og málum því vísað frá í Hæstarétti eða sýknað af þeim ástæðum. Dómurinn er að koma í veg fyrir að eitthvað slíkt komi upp," segir Jón og telur kappnógan tíma til að gera bót á ákærunum. Liðirnir sem sett sé út á, þar á meðal viðskipti á milli Baugs og Gaums, séu ekki aðalatriði málsins, enn nái ákærurnar til stórfelldra bókhaldsbrota að upphæð einum milljarði króna. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, leggur áherslu á að bréf dómaranna sé hvorki úrskurður né ákvörðun í sjálfu sér. "Þetta er boðun í þinghald þar sem dómurinn segist munu gefa mönnum kost á að tjá sig um þessa niðurstöðu sína," segir hann, en bætir við að verði niðurstaðan sú að málinu verði vísað frá að hluta sé það gífurlega harður dómur yfir vinnubrögðum ákæranda. Þá telur hann ólíklegt að ákæruvaldið fái að laga annmarkana með framhaldsákæru, enda séu heimildir í lögum til að gera leiðréttingar á ákærum óskaplega þröngar. "Þetta eru miklu alvarlegri hlutir en úr þeim verði bætt á grundvelli þeirra heimilda." "Þetta sætir tíðindum," segir Einar Þór Sverrisson, lögmaður Jóhannesar Jónssonar og bætir við að þróun mála komi honum ekki að öllu leyti á óvart því honum hafi fundist ákæran hroðvirknislega unnin. Hann áréttar þó að niðurstaða dómara liggi ekki fyrir. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur næsta mánudag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Fella úr gildi leyfi til að hýsa hælisleitendur í JL-húsinu Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Sjá meira
"Um ákveðið áfall er að ræða fyrir ákæruvaldið, fram hjá því er ekki hægt að horfa," segir Eiríkur Tómasson lagaprófessor um bréf dómara í Baugsmálinu þar sem bent er á að verulegi annmarkar kunni að vera á ákærum. Í bréfinu segir að annmarkarnir kunni að vera slíkir að úr þeim verði ekki bætt og ákærum jafnvel vísað frá dómi. Anmarkarnir snúa að 18 ákæruliðum af 40 á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssyni. "Ákæra á að vera þannig úr garði gerð að hægt sé að dæma mál á grundvelli hennar. Hún og þau gögn sem henni fylgja eiga að vera þannig að ekki þurfi frekari skýringa við til að hægt sé að leggja dóm á ákæruna," segir Eiríkur. "Hér er um að ræða ágalla á ákærunni, það er alveg ljóst. En svo verður bara að koma í ljós hvort þeir leiða til frávísunar eftir að skýringar ákæruvaldsins hafa komið fram." Hann segir Baugsmálinu tæpast verða vísað frá í heild sinni þó svo að einstökum ákæruliðum yrði vísað frá. "Málið er svo margþætt og ákæruatriði aðskilin, sýnist mér." Jón H. Snorrason ríkissaksóknari telur ábendingar dómaranna dæmi um mjög vandaða málsmeðferð í Baugsmálinu. Þær séu fjarri því að vera áfellisdómur yfir störf ákæruvaldins, því ekki sé gefið að anmarkar séu á rannsókninni. "Oft eru fundir einhverjir hnökrar á ákærum og málum því vísað frá í Hæstarétti eða sýknað af þeim ástæðum. Dómurinn er að koma í veg fyrir að eitthvað slíkt komi upp," segir Jón og telur kappnógan tíma til að gera bót á ákærunum. Liðirnir sem sett sé út á, þar á meðal viðskipti á milli Baugs og Gaums, séu ekki aðalatriði málsins, enn nái ákærurnar til stórfelldra bókhaldsbrota að upphæð einum milljarði króna. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, leggur áherslu á að bréf dómaranna sé hvorki úrskurður né ákvörðun í sjálfu sér. "Þetta er boðun í þinghald þar sem dómurinn segist munu gefa mönnum kost á að tjá sig um þessa niðurstöðu sína," segir hann, en bætir við að verði niðurstaðan sú að málinu verði vísað frá að hluta sé það gífurlega harður dómur yfir vinnubrögðum ákæranda. Þá telur hann ólíklegt að ákæruvaldið fái að laga annmarkana með framhaldsákæru, enda séu heimildir í lögum til að gera leiðréttingar á ákærum óskaplega þröngar. "Þetta eru miklu alvarlegri hlutir en úr þeim verði bætt á grundvelli þeirra heimilda." "Þetta sætir tíðindum," segir Einar Þór Sverrisson, lögmaður Jóhannesar Jónssonar og bætir við að þróun mála komi honum ekki að öllu leyti á óvart því honum hafi fundist ákæran hroðvirknislega unnin. Hann áréttar þó að niðurstaða dómara liggi ekki fyrir. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur næsta mánudag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Fella úr gildi leyfi til að hýsa hælisleitendur í JL-húsinu Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Sjá meira