Óvissa um greiðslukortabrot 6. september 2005 00:01 Dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn Baugsfeðgum og fjórum öðrum sakborningum hafa vakið athygli ákæruvaldsins á því að slíkir annmarkar kunni að vera á átján af fjörutíu liðum ákærunnar að úr þeim verði ekki bætt í málarekstrinum. Dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þeirra. Í bréfi til málsaðila og lögfræðinga þeirra er ákæranda og verjendum gefinn kostur á að tjá sig um efnið þegar þingað verður í málinu næstkomandi þriðjudag. Efasemdir dómenda snúa að ákærliðum um fjárdrátt, umboðssvik og brot gegn lögum um hlutafélög. Í öðrum kafla ákærunnar er Jón Ásgeir, Jóhannes Jónsson faðir hans og Tryggvi Jónsson taldir hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. varðandi kaup á 10 -11 verslununum árið 1999 og gerst brotlegir í viðskiptum með fasteignir. Í athugasemdum sakborninga var því andmælt að um auðgunarásetning hafi verið að ræða. Jón Ásgeir hefði ekki hagnast á viðskiptunum en Baugur hefði aftur á móti hagnast um allt að fjóra milljarða króna. Dómendur telja að skort geti á að verknaðarlýsing umboðssvika sé fullnægjandi og hlutdeild Tryggva og Jóhannesar sé ekki lýst með fullnægjandi hætti. Athugasemdir dómenda taka einnig til áttunda og níunda liðar ákærunnar sem varða meðal annars færslur á tugum og hundruð milljóna króna milli Baugs og skyldra félaga. Lýsing á fjárdrætti sé ekki nægilega ljós í umræddum ákæruliðum en brot af áðurgreindum toga geta varðað allt að sex ára fangelsi teljist þau alvarleg. Dómararnir gera einnig athugasemdir við þrettán aðra ákæruliði sem snerta meðal annars millifærslur og úttektir Jóns Ásgeirs með kreditkortum Baugs. Fjárdráttarsökin er þar ekki talin nægilega reifuð og hlutdeild Tryggva og Kristínar Jóhannesdóttur í brotum sé ekki nægilega lýst. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn Baugsfeðgum og fjórum öðrum sakborningum hafa vakið athygli ákæruvaldsins á því að slíkir annmarkar kunni að vera á átján af fjörutíu liðum ákærunnar að úr þeim verði ekki bætt í málarekstrinum. Dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þeirra. Í bréfi til málsaðila og lögfræðinga þeirra er ákæranda og verjendum gefinn kostur á að tjá sig um efnið þegar þingað verður í málinu næstkomandi þriðjudag. Efasemdir dómenda snúa að ákærliðum um fjárdrátt, umboðssvik og brot gegn lögum um hlutafélög. Í öðrum kafla ákærunnar er Jón Ásgeir, Jóhannes Jónsson faðir hans og Tryggvi Jónsson taldir hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. varðandi kaup á 10 -11 verslununum árið 1999 og gerst brotlegir í viðskiptum með fasteignir. Í athugasemdum sakborninga var því andmælt að um auðgunarásetning hafi verið að ræða. Jón Ásgeir hefði ekki hagnast á viðskiptunum en Baugur hefði aftur á móti hagnast um allt að fjóra milljarða króna. Dómendur telja að skort geti á að verknaðarlýsing umboðssvika sé fullnægjandi og hlutdeild Tryggva og Jóhannesar sé ekki lýst með fullnægjandi hætti. Athugasemdir dómenda taka einnig til áttunda og níunda liðar ákærunnar sem varða meðal annars færslur á tugum og hundruð milljóna króna milli Baugs og skyldra félaga. Lýsing á fjárdrætti sé ekki nægilega ljós í umræddum ákæruliðum en brot af áðurgreindum toga geta varðað allt að sex ára fangelsi teljist þau alvarleg. Dómararnir gera einnig athugasemdir við þrettán aðra ákæruliði sem snerta meðal annars millifærslur og úttektir Jóns Ásgeirs með kreditkortum Baugs. Fjárdráttarsökin er þar ekki talin nægilega reifuð og hlutdeild Tryggva og Kristínar Jóhannesdóttur í brotum sé ekki nægilega lýst.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira