Geðlæknar mæla með öryggisvistun 7. september 2005 00:01 Geðlæknar sem vitni báru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær töldu mann sem í lok apríl réðist á prófessor í réttarlæknisfræði vera hættulegan öðrum um ófyrirséðan tíma og töldu þörf á að vista hann á öryggisgæsludeild. Maðurinn var í fyrradag látinn laus úr gæsluvarðhaldi samkvæmt úrskurði Hæstaréttar, en hann hafði þá setið inni í nærfellt fjóra og hálfan mánuð. Aðalmeðferð í máli mannsins fór fram í gær, en honum er gefið að sök brot gegn valdstjórninni og líkamsárás með hótunum og árás á prófessorinn. Maðurinn, sem er 34 ára gamall, taldi prófessorinn hafa farið rangt með niðurstöðu barnsfaðernismáls árið 2002. Í lok apríl síðast liðinn endaði ásókn mannsins svo með því að hann réðist á prófessorinn fyrir utan heimili hans og kýldi ítrekað þannig að hann hafði af töluverða áverka. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, taldi fráleitt að hægt væri að heimfæra brot hans upp á brot gegn valdstjórninni, enda hafi hann ekki ráðist á prófessorinn vegna opinberra starfa hans, en hann sinnir einnig réttarrannsóknum fyrir lögreglu. "Barnsfaðernismál eru einkamál, ekki opinber og prófessorinn kom að sem aðkeyptur sérfræðingur," sagði hann. Saksóknari krefst refsingar en til vara að maðurinn sæti öryggisgæslu á þar til gerðri stofnun. Geðlæknar báru að maðurinn væri haldinn kverúlantaparanoju á háu stigi, en slík atferlisröskun væri þrálát, gæti jafnvel staðið áratugum saman og haft í för með sér miklar ranghugmyndir. Prófessorinn krefst hálfrar milljónar í miskabætur vegna árásarinnar. Skipaður réttargæslumaður áréttaði að jafnvel þótt maðurinn yrði úrskurðaður ósakhæfur teldist hann engu að síður bótaskyldur og vísaði þar til mannhelgisbálks Jónsbókar um óðs manns víg. Við upphaf aðalmeðferðarinnar í gær tilkynnti Símon Sigvaldason héraðsdómari að hann hafi ákveðið að skilja aftur í sundur mál á hendur manninum sem hann hafði skömmu áður sameinað. Þar er um að ræða ákæru fyrir aðild að amfetamínframleiðslu, en réttað verður í því sérstaklega. Dómur vegna árásarinnar á prófessorinn verður hins vegar kveðinn upp á morgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Geðlæknar sem vitni báru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær töldu mann sem í lok apríl réðist á prófessor í réttarlæknisfræði vera hættulegan öðrum um ófyrirséðan tíma og töldu þörf á að vista hann á öryggisgæsludeild. Maðurinn var í fyrradag látinn laus úr gæsluvarðhaldi samkvæmt úrskurði Hæstaréttar, en hann hafði þá setið inni í nærfellt fjóra og hálfan mánuð. Aðalmeðferð í máli mannsins fór fram í gær, en honum er gefið að sök brot gegn valdstjórninni og líkamsárás með hótunum og árás á prófessorinn. Maðurinn, sem er 34 ára gamall, taldi prófessorinn hafa farið rangt með niðurstöðu barnsfaðernismáls árið 2002. Í lok apríl síðast liðinn endaði ásókn mannsins svo með því að hann réðist á prófessorinn fyrir utan heimili hans og kýldi ítrekað þannig að hann hafði af töluverða áverka. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, taldi fráleitt að hægt væri að heimfæra brot hans upp á brot gegn valdstjórninni, enda hafi hann ekki ráðist á prófessorinn vegna opinberra starfa hans, en hann sinnir einnig réttarrannsóknum fyrir lögreglu. "Barnsfaðernismál eru einkamál, ekki opinber og prófessorinn kom að sem aðkeyptur sérfræðingur," sagði hann. Saksóknari krefst refsingar en til vara að maðurinn sæti öryggisgæslu á þar til gerðri stofnun. Geðlæknar báru að maðurinn væri haldinn kverúlantaparanoju á háu stigi, en slík atferlisröskun væri þrálát, gæti jafnvel staðið áratugum saman og haft í för með sér miklar ranghugmyndir. Prófessorinn krefst hálfrar milljónar í miskabætur vegna árásarinnar. Skipaður réttargæslumaður áréttaði að jafnvel þótt maðurinn yrði úrskurðaður ósakhæfur teldist hann engu að síður bótaskyldur og vísaði þar til mannhelgisbálks Jónsbókar um óðs manns víg. Við upphaf aðalmeðferðarinnar í gær tilkynnti Símon Sigvaldason héraðsdómari að hann hafi ákveðið að skilja aftur í sundur mál á hendur manninum sem hann hafði skömmu áður sameinað. Þar er um að ræða ákæru fyrir aðild að amfetamínframleiðslu, en réttað verður í því sérstaklega. Dómur vegna árásarinnar á prófessorinn verður hins vegar kveðinn upp á morgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent