Skoðun

Löngusker og flóðin í New Orleans

Á sama tíma og sjór er að hækka almennt á jörðinni og vindar að aukast vegna meiri lofthita þá vilja menn í dag setja flugvöllinn út á Löngusker í mynni Skerjafjarðar. Slíkur flugvöllur hefði farið á bólakaf fyrir 200 árum í sjávarflóði sem þá kom. Vita menn ekki að Löngusker fóru á bólakaf í sjóflóði fyrir um 200 árum þegar svokallað Básendaflóð kennt við Básenda á Reykjanesi skall á mynni Skerjafjarðar og fór yfir Seltjarnarnes og Gróttu. Þótt Löngusker færu á bólakaf þarna fyrir 200 árum þá brotnaði Básendaflóðið á skerinu og missti allan kraft. Annars hefði flóðið farið á fullri ferð inn til Bessastaða á Álftanesi og það svæði hefði allt farið á kaf og undir sjó. Löngusker björguðu því. Raunar hefði Bandaríkjamenn vantað mörg svona "Löngusker" fyrir utan New Orleans nýlega þegar flæddi þar. Skerin hefðu bjargað miklu líkt og þau gerðu við Seltjarnarnes fyrir 200 árum. Löngusker fóru þá sjálf á kaf en beindu Básendaflóðinu frá Álftanesi og yfir vesturendann á Seltjarnarnesi, sem fór í sundur og Grótta varð til sem eyja. Var það ekki áður. Flóðin skáru Seltjarnarnes í sundur.Seltjörnin sjálf suðvestur af Gróttu hvarf í flóðinu en við höfum í dag Bakkatjörn í stað hennar sem er austar. Mörg "Löngusker" hefðu getað hjálpað til að bjarga New Orleans ef þau hefðu í dag verið þar fyrir utan. Í það minnsta fer allur kraftur úr stærri haföldu jafnvel frá hvirfilbyl ef hún brotnar á og fer yfir "Löngusker" hvar sem þau eru í heiminum. Sker verja ströndina víða á Íslandi til dæmis við Eyrarbakka og Stokkseyri á suðurströnd Íslands. Risaöldur beint frá opnu Atlantshafinu hafa ekki náð inn fyrir skerin þar. Í skjóli þeirra var þarna verzlun og skjól fyrir skip erlendis frá í 1.000 ár allt frá landnámi Íslands. Sjór er að hækka og öldur að aukast með meiri lofthita á jörðinni og bráðnum jökla. Talið er að þetta geti orðið með vaxandi hraða næstu áratugi og nái um alla jörðina. Eimskip var að kaupa stórar frystigeymslur við höfn og sjó í Hollandi þar sem vandamálin vegna hækkandi sjávarstöðu geta fljótt orðið illleysanleg. Við skulum muna að flóðin í New Orleaans í dag eru bara byrjunin á mörgum svona stærri flóðum en ekki endir.



Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×