Sport
Morientes frá í tvær vikur
Spænski framherjinn Fernando Morientes hjá Liverpool verður frá keppni í tvær vikur vegna meiðsla á læri sem hann hlaut á landsliðsæfingu í vikunni, en þetta staðfestu læknar spænska liðsins í gærkvöldi. "Morientes er með örlítið rifinn vöðva í vinstra lærinu og þarf í það minnsta 10 daga til hálfan mánuð til að leyfa þessu að jafna sig. Liverpool býr nú við þröngan kost framherja og er í vandræðum fyrir leik sinn við Tottenham á laugardaginn.