Einkarekinn spítali innan 5 ára 9. september 2005 00:01 Einkarekinn spítali í einhverri mynd verður settur á stofn hér á landi innan næstu fimm ára, segir Sigurbjörn Sveinsson formaður Læknafélags Íslands. Einfaldasta skilgreining á hugtakinu spítali er þegar læknir ber ábyrgð á sjúklingi yfir nótt. "Það voru nokkrir einstaklingar sem voru komnir nokkuð langt með hugmyndir að einkareknum spítala fyrir fáeinum árum, en bökkuðu svo," segir Sigurbjörn. "Þessar hugmyndir mættu töluverðri andspyrnu og þetta fólk varð fyrir töluverðri aðsókn út af þessu á sínum vinnustöðum. Það varð því ekki frekar úr aðgerðum." Sigurbjörn bendir á að heilbrigðisráðherra geti ráðið örlögum starfsemi af þessu tagi með pólitískum sjónarmiðum, þó svo að ekki sé gert ráð fyrir almannafé í stofnun né rekstri hennar. Starfræksla einkarekins spítala sé háð leyfiveitingu ráðherrans þannig að hann geti leyft hana né hafnað á grundvelli eigin skoðana á þörfinni fyrir hana. "Það er mín skoðun að staðan snerti atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar eins og hún er núna," segir Sigurbjörn. "En það er verið að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu og vonandi verða þau sjónarmið ofan á að menn geti sett á fót svona starfsemi ef markaðurinn óskar eftir því, án íhlutunar hins pólitíska valds. Með öðrum orðum, að fagleg sjónarmið séu uppfyllt, en að öðru leyti sé ekki hægt að stoppa fólk í að nota menntun sína og þau leyfi sem það hefur sjálft til þess að stunda ákveðna starfsemi." Sigurbjörn undirstrikar að starf við heilbrigðisþjónustu sé atvinna eins og hvað annað en ekki líknarstarfsemi eða lítilmagnahjálp. Heilbrigðisþjónustan sé mjög stór hluti af atvinnustarfsemi í landinu. "Það leikur enginn vafi á að það verður frekari þróun í kringum einkarekstur læknastarfsemi eins og við sjáum þegar á umfangi hennar í Orkuhúsinu og Læknasetrinu svo dæmi séu nefnd," segir hann. "Þjóðfélagið stefnir í þessa átt og heilbrigðisþjónustan er þar ekki undanþegin." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Einkarekinn spítali í einhverri mynd verður settur á stofn hér á landi innan næstu fimm ára, segir Sigurbjörn Sveinsson formaður Læknafélags Íslands. Einfaldasta skilgreining á hugtakinu spítali er þegar læknir ber ábyrgð á sjúklingi yfir nótt. "Það voru nokkrir einstaklingar sem voru komnir nokkuð langt með hugmyndir að einkareknum spítala fyrir fáeinum árum, en bökkuðu svo," segir Sigurbjörn. "Þessar hugmyndir mættu töluverðri andspyrnu og þetta fólk varð fyrir töluverðri aðsókn út af þessu á sínum vinnustöðum. Það varð því ekki frekar úr aðgerðum." Sigurbjörn bendir á að heilbrigðisráðherra geti ráðið örlögum starfsemi af þessu tagi með pólitískum sjónarmiðum, þó svo að ekki sé gert ráð fyrir almannafé í stofnun né rekstri hennar. Starfræksla einkarekins spítala sé háð leyfiveitingu ráðherrans þannig að hann geti leyft hana né hafnað á grundvelli eigin skoðana á þörfinni fyrir hana. "Það er mín skoðun að staðan snerti atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar eins og hún er núna," segir Sigurbjörn. "En það er verið að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu og vonandi verða þau sjónarmið ofan á að menn geti sett á fót svona starfsemi ef markaðurinn óskar eftir því, án íhlutunar hins pólitíska valds. Með öðrum orðum, að fagleg sjónarmið séu uppfyllt, en að öðru leyti sé ekki hægt að stoppa fólk í að nota menntun sína og þau leyfi sem það hefur sjálft til þess að stunda ákveðna starfsemi." Sigurbjörn undirstrikar að starf við heilbrigðisþjónustu sé atvinna eins og hvað annað en ekki líknarstarfsemi eða lítilmagnahjálp. Heilbrigðisþjónustan sé mjög stór hluti af atvinnustarfsemi í landinu. "Það leikur enginn vafi á að það verður frekari þróun í kringum einkarekstur læknastarfsemi eins og við sjáum þegar á umfangi hennar í Orkuhúsinu og Læknasetrinu svo dæmi séu nefnd," segir hann. "Þjóðfélagið stefnir í þessa átt og heilbrigðisþjónustan er þar ekki undanþegin."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira