Sport

Meistaradeildin er betri en HM

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Meistaradeild Evrópu sé sterkari og skemmtilegri keppni en sjálft Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. "Þegar Meistaradeildin hófst á sínum tíma, held ég að engan hafi óraði fyrir því hvað hún yrði stórt fyrirbæri. Menn tala um að HM sé "stórkostlegasta skemmtun á jörðinni", en hvenær var síðasta frábæra HM? Að mínu mati árið 1986. Meistaradeildin er að mínu mati mikið betri deild og betri skemmtun en HM hefur verið á síðustu árum," sagði Skotinn. Manchester United mætir grönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni núna klukkan 14, en í vikunni mætir það svo Villareal í Meistaradeildinni þar sem fyrrum leikmaður United, Diego Forlan, er í aðalhlutverki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×