Innlent

Leita þar sem báturinn sökk

Leit að manninum sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfaklett stendur enn yfir. Áherslan núna er á að leita neðansjávar þar sem báturinn sökk. Fundi þeirra sem skipuleggja leitina er nýlokið og var þetta ákveðið þar. Það eru lögreglan, Landhelgisgæslan og Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem skipuleggja leitina. Við hana verða notuð neðansjávartæki, sónartæki og myndavélar og verða á bilinu 15 til 25 manns við leit á sjó í dag. Ákvörðun um frekari leit verður svo tekin seinni partinn í dag og ræðst hún nokkuð af veðri, en verðurspáin er ekki góð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verður síðdegis ákveðið hvort fjörur verða gengnar og ef til þess kemur verður hugsanlega leitað til vina og vandamanna þess sem leitað er. Rúmlega fimmtug kona lést þegar báturinn steytti á Skarfaskeri aðfararnótt laugardags. Sambýlismanns hennar er leitað. Hjónum og ellefu ára syni þeirra var bjargað af kili bátsins á síðustu stundu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×