Framtíðarleiðtoginn Geir Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 12. september 2005 00:01 Loksins er komið að því. Davíð Oddsson stígur niður og hefur þegar tilkynnt að Geir Hilmar Haarde verði arftaki hans. Síðasta pólitíska verk Davíðs verður að kjósa Geir á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Síðan segist hann ekki ætla að skipta sér af þeirri tíkinni. Það var búist við slag þegar Davíð ákvæði að hætta. Loks yrðu einhver átök í Sjálfstæðisflokknum sem sagður er leysa öll sín ágreiningsmál innanbúðar. Réttara er að sagt hafi verið að Davíð hafi haldið niðri öllum ágreiningi og leyfði engu að gjósa upp. Því voru margir utanflokks sem reiknuðu með því að Sjálfstæðisflokkurinn væru orðin að þvílíkum suðupotti að allt myndi springa þegar hann hætti að skipta sér af málum. Nú veit auðvitað engin hvort Davíð sé í raun að fara að hætta að skipta sér af Sjálfstæðisflokknum, líkt og hann sagði. Steingrímur Hermannsson reynir að skipta sér af Framsóknarflokknum, Svavar Gestsson af Vinstri grænum, Jón Baldvin af Samfylkingunni. Að minnsta kosti telja þeir sig allir vita hvað sé flokknum þeirra fyrir bestu. Ekki er hægt að útiloka að Davíð breytist í aftursætisbílstjóra þegar honum er farið að leiðast í Seðlabankanum og andinn kemur ekki yfir hann til að klambra saman nýrri bók. "Síðasta verk" Davíðs, að tryggja Geir formannssætið, virðist hannað til þess að koma í veg fyrir upplausn og sundrung innan Sjálfstæðisflokksins. Nú, allt í einu, eiga menn að vera sammála um að Geir sé augljós kostur og engin annar sé í stöðunni. Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan að sumir sjálfstæðismennirnir voru sín á milli að ræða hvort ekki sé komin tími á að hoppa yfir Geirs kynslóð og líta frekar til vonarstjarnanna, líkt og Þorgerði Katrínu. Þá hafa allar raddir um að tími Björns Bjarnasonar sé loksins kominn gufað upp á svipuðum slóðum og stund Jóhönnu Sigurðardóttur. Það getur því orðið þrautin þyngri fyrir Geir að halda friðinn innan flokksins, sem kemur þó ekki almennilega í ljós fyrr en á öðrum landsfundi. Geir er sagður vinna öðruvísi meðal flokksmanna; duglegur, gáfaður og allt það. En miðað við að Geir hefur verið varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, og ekki síst, að hann hefur verið fjármálaráðherra frá 1998, vitum við kannski ekki svo mikið um hans skoðanir. Hvar hann stendur í flokknum miðað við þá stefnu sem flokkurinn hefur markað sér á landsfundum. Mun Geir reyna að breyta á einhvern hátt þeirri stefnu? Sumir vilja meina að hann tilheyri vinstri-armi flokksins. Mun þá hægri armurinn standa í vegi hans? Það verður einna helst þegar við sjáum hvernig Geir mun leysa úr slíkum árekstrum að við getum metið stöðu hans innan flokksins og hvort það hafi í raun verið Davíð sem faldi illdeilur innan flokksins eins og skítugu börnin hennar Evu.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Loksins er komið að því. Davíð Oddsson stígur niður og hefur þegar tilkynnt að Geir Hilmar Haarde verði arftaki hans. Síðasta pólitíska verk Davíðs verður að kjósa Geir á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Síðan segist hann ekki ætla að skipta sér af þeirri tíkinni. Það var búist við slag þegar Davíð ákvæði að hætta. Loks yrðu einhver átök í Sjálfstæðisflokknum sem sagður er leysa öll sín ágreiningsmál innanbúðar. Réttara er að sagt hafi verið að Davíð hafi haldið niðri öllum ágreiningi og leyfði engu að gjósa upp. Því voru margir utanflokks sem reiknuðu með því að Sjálfstæðisflokkurinn væru orðin að þvílíkum suðupotti að allt myndi springa þegar hann hætti að skipta sér af málum. Nú veit auðvitað engin hvort Davíð sé í raun að fara að hætta að skipta sér af Sjálfstæðisflokknum, líkt og hann sagði. Steingrímur Hermannsson reynir að skipta sér af Framsóknarflokknum, Svavar Gestsson af Vinstri grænum, Jón Baldvin af Samfylkingunni. Að minnsta kosti telja þeir sig allir vita hvað sé flokknum þeirra fyrir bestu. Ekki er hægt að útiloka að Davíð breytist í aftursætisbílstjóra þegar honum er farið að leiðast í Seðlabankanum og andinn kemur ekki yfir hann til að klambra saman nýrri bók. "Síðasta verk" Davíðs, að tryggja Geir formannssætið, virðist hannað til þess að koma í veg fyrir upplausn og sundrung innan Sjálfstæðisflokksins. Nú, allt í einu, eiga menn að vera sammála um að Geir sé augljós kostur og engin annar sé í stöðunni. Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan að sumir sjálfstæðismennirnir voru sín á milli að ræða hvort ekki sé komin tími á að hoppa yfir Geirs kynslóð og líta frekar til vonarstjarnanna, líkt og Þorgerði Katrínu. Þá hafa allar raddir um að tími Björns Bjarnasonar sé loksins kominn gufað upp á svipuðum slóðum og stund Jóhönnu Sigurðardóttur. Það getur því orðið þrautin þyngri fyrir Geir að halda friðinn innan flokksins, sem kemur þó ekki almennilega í ljós fyrr en á öðrum landsfundi. Geir er sagður vinna öðruvísi meðal flokksmanna; duglegur, gáfaður og allt það. En miðað við að Geir hefur verið varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, og ekki síst, að hann hefur verið fjármálaráðherra frá 1998, vitum við kannski ekki svo mikið um hans skoðanir. Hvar hann stendur í flokknum miðað við þá stefnu sem flokkurinn hefur markað sér á landsfundum. Mun Geir reyna að breyta á einhvern hátt þeirri stefnu? Sumir vilja meina að hann tilheyri vinstri-armi flokksins. Mun þá hægri armurinn standa í vegi hans? Það verður einna helst þegar við sjáum hvernig Geir mun leysa úr slíkum árekstrum að við getum metið stöðu hans innan flokksins og hvort það hafi í raun verið Davíð sem faldi illdeilur innan flokksins eins og skítugu börnin hennar Evu.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar