Viðskipti innlent

Hive opnar netsímaþjónustu

Hive opnar í dag netsímaþjónustu til útlanda og segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu að þjónustan verði á mun lægra verði en áður hefur þekkst á Íslandi. Hive, sem var fyrst til að bjóða ótakmarkað erlent niðurhal á Netinu, boðar nú 75 prósenta lækkun á símtölum til útlanda miðað við almenna taxta símafélaganna til helstu viðskiptalandanna. Úr netsíma Hive kostar mínútan fimm krónur til helstu landa. Hive segist geta lækkað útlandasímtöl með því að nota Netið til þess að flytja símaumferð beint inn á staðbundin símkerfi í þeim löndum sem hringt er til. Hive segir þetta vera aðeins sitt fyrsta skref inn á símamarkaðinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×