Innlent

Matsmenn skoði krufningargögn

MYND/E.Ól
Hæstiréttur sneri úrskurði Hérðasdóms Reykjavíkur og segir að kalla beri til tvo matsmenn í réttarmeinafræðum til þess að meta gögn úr krufningu manns sem lést af völdum hnefahöggs á Ásláki í Mosfellsbæ á síðasta ári. Héraðsdómur hafnaði beiðni verjanda þess, sem er grunaður um verknaðinn, um dómkvadda matsmenn. Ástæðan fyrir höfnuninni var sögð sú að verjandinn hefði haft möguleika á að spyrja réttarmeinafræðinginn sem framkvæmdi krufninguna út úr við aðalmeðferð málsins. Hæstiréttur taldi hins vegar að í ljósi þeirra afdrifaríku afleiðinga, sem niðurstaða krufningarskýrslu kann að geta haft við úrlausn málsins, verði verjandum ekki meinað að leita álits fleiri kunnáttumanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×