Innlent

Morðmáli frestað á ný

Mál parsins sem grunað er um að hafa myrt Gísla Þorkelsson, 54 ára gamlan athafnamann, í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í sumar, var tekið fyrir í dómi í Boksburg í gær. Að sögn Andys Pieke, talsmanns lögreglu í Boksburg, gerðist ekki annað en að málinu var frestað á ný, en það verður næst tekið fyrir undir lok október. Hann segir fólkið, Desireé Oberholzer 43 ára og Willie Theron 28 ára, verða áfram í haldi lögreglu, en hvorugt fór fram á lausn gegn tryggingu í gær. Andy Pieke bjóst ekki við dómi í málinu fyrr en einhvern tímann á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×