Viðskipti innlent

Milljarðar í vanskilum

Um mánaðamótin júní og júlí námu heildarútlán innlánsstofnana rúmum 1.800 milljörðum króna. Frá byrjun árs 2001 hafa heildarútlán aukist um 188 prósent. Þrátt fyrir þessar tölur hafa fólk og fyrirtækið staðið betur í skilum á lánum sínum undanfarið samanborið við síðustu fjögur ár. Frá síðustu áramótum til m á n a ð a - móta júní og júlí hefur hlutfall vanskila af heildarútlánum fjármálastofnana lækkað úr 1,6 prósentum í 1,1 prósent samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Í byrjun árs 2001 var þetta vanskilahlutfall 2,3 prósent. Fyrirtæki standa betur í skilum en einstaklingar. Vanskilahlutfall fyrirtækja lækkaði úr 1,3 prósentum í 0,9 prósent á fyrri helming þessa árs. Sama hlutfall einstaklinga lækkaði úr tæplega 2,6 prósentum í 1,8. Á sama tíma í fyrra var hlutfall lána einstaklinga í vanskilum 4,6 prósent, sem er töluvert meira en í ár. Sama hlutfall fyrirtækja fyrir ári var 1,7 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×