Viðskipti innlent

20 þúsund kr. meira í afborganir

Fólk sem keypti sér þriggja herbergja íbúð í byrjun sumars þarf að borga rúmum tuttugu þúsund krónum meira í afborganir af henni en fólk sem keypti jafn stóra íbúð undir lok síðasta árs. Verðhækkanir á íbúðamarkaði hafa í för með sér stórlega aukna greiðslubyrði, einkum fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Tökum dæmi sem hagfræðingar ASÍ hafa reiknað út: Ung hjón sem keyptu sína fyrstu íbúð á fjórða ársfjórðungi síðustu árs þyrftu í dag að borga 86 þúsund krónur á mánuði í afborganir að teknu tilliti til vaxtabóta. Hefði sama fólk keypt sömu íbúð um það bil hálfu ári síðar, í byrjun sumars, þyrfti það að greiða 107 þúsund krónur í afborganir af lánum sínum. Samkvæmt útreikningum ASÍ er greiðslubyrði þeirra sem kaupa sér sína fyrstu íbúð meiri nú en hún var áður en vextir íbúðalána lækkuðu á síðasta ári. Lægst er greiðslubyrðin hins vegar hjá þeim sem keyptu sér íbúð í október til desember á síðasta ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×