Viðskipti innlent

28 milljarða lækkun í dag

Markaðsvirði fyrirtækjanna fimmtán í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar lækkaði um tuttugu og átta milljarða króna í dag. Þar af lækkaði verðmæti Landsbankans eins og sér um tæpa átta milljarða. Mest er þó lækkun hlutabréfa í Icelandic, sem áður hét Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, en verð þeirra bréfa lækkaði um tæp sjö prósent. Úrvalsvísitalan lækkaði um sex prósent fyrsta klukkutímann eftir að markaðir opnuðu en hækkaði eftir því sem leið á daginn og nam lækkun dagsins 2,4% þegar upp var staðið. Atli B. Guðmundsson hjá greiningu Íslandsbanka segir að eftir miklar og óvenjuhraðar verðhækkanir undanfarinna vikna hafi menn talið að kominn væri tími á leiðréttingu vísitölunnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×