Sport

Ekur Bergkamp til Amsterdam?

NordicPhotos/GettyImages
Dennis Bergkamp hjá Arsenal, sem skoraði sigurmark liðsins gegn FC Thun í gærkvöldi, gæti þurft að aka til Amsterdam í næsta útileik liðsins eftir að í ljós kom að Robin van Persie verður í banni í næsta leik og því er Arsenal liðið með fáa sóknarmenn í sínum röðum fyrir næsta leik. Bergkamp er sem kunnugt er með ákvæði í samningi sínum um að þurfa aldrei að fara upp í flugvél og ferðast því gjarnan ekki með liði Arsenal í útileiki í Meistaradeildinni. Eftir að Robin van Persie fékk rautt í gær, er ljóst að hann verður í banni í næsta leik og Thierry Henry er auðvitað meiddur. Því gæti farið svo að Bergkamp þyrfti að taka á sig sjö tíma bílferð til Amsterdam í leikinn við Ajax eftir tvær vikur. Bergkamp sór þess eið fyrir nokkrum árum að stíga aldrei fæti upp í flugvél, eftir að hafa lent í nöturlegri lífsreynslu oftar en einu sinni, þar sem hann missti félaga sína í flugslysum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×