Framboð og eftirspurn 15. september 2005 00:01 Þegar dregur að prófkjörum og vali forystumanna í stjórnmálum hellast yfir fólk ótrúlegustu birtingarmyndir af frambjóðendum. Svo er nú. Segja má að nokkrir frambjóðenda hafi þjófstartað og séu meira áberandi en samfélagið þolir með góðu móti. Af sumum er meira framboð en eftirspurn. Þar fer fremstur frambjóðandinn Gísli Marteinn Baldursson. Í fámennu samfélagi er hætta á að svona nokkuð gerist, að framboðið verði meira en eftirspurnin. Þetta á ekki bara við um fólk í stjórnmálum. Þetta er líka hættulegt með listafólk og íþróttafólk. Ábyrgð fjölmiðla er nokkur, en nú virðist sem hver fjölmiðillinn á eftir öðrum telji sig ekki geta fjallað um málefni Reykjavíkurborgar án þess að Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi og frambjóðandi í væntanlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokks, sé kallaður til. Enn eru nokkrar vikur í prófkjörið sjálft og ef fer sem horfir eru allar líkur á að kjósendur verði búnir að fá meira en nóg af frambjóðandanum þegar að sjálfu prófkjörinu kemur. Það er ekki endilega við Gísla Martein að sakast. Hann telur sig þurfa á athyglinni að halda og stekkur að hverri linsu og hverjum hljóðnema sem hann sér til og er boðið að. Fjölmiðlarnir geta ekki annað en spurt sig hvort þetta er rétt, gagnvart lesendum, áheyrundum og áhorfendum. Gísli Marteinn er eflaust hinn ágætasti maður. En svo er hægt að segja um marga aðra og einhvern veginn hefur mér virst sem hann sé ekki alltaf sá sem veit mest og veit best. Þess vegna hlýtur eitthvað annað að ráða því hversu oft frambjóðandinn er kallaður til. Kannski eru hann og hans stuðningsfólk svona dæmalaust dugleg að troða honum í þætti og viðtöl. Ef svo er verða viðkomandi fjölmiðlar að hugsa sinn gang. Þó þetta eigi langbest við um Gísla Martein, til þessa, er það svo að aðrir frambjóðendur eiga eftir að fara sömu leið. Troða sér að hvar sem þeir sjá tækifæri til. Það verður að segjast eins og er að miklir hagsmunir eru í húfi hjá mörgum og það er svo sem sætt þegar mikið er lagt í að framtíðardraumarnir gangi eftir, en það verður að gæta hófs. Það er eitt að ýmsir frambjóðendurnir kunni sér engin takmörk og það er svo annað að fjölmiðlar láti undan þrýstingi, aftur og aftur, frekar en að byggja fréttirnar upp með það sem viðkomandi máli er best og eðliegast, en ekki láta þrýsting einstakra frambjóðenda ná völdum. Það er óheiðarlegt gagnvart notendum fjölmiðlanna og gerir fréttir og annað fjölmiðlaefni drepleiðinlegt þegar sama fólkið segir sömu hutina aftur og aftur. Svo verða uppáþrengjandi frambjóðendur að hugsa með sér hvort þögnin geti ekki verið happadrýgri en sama morfísstefið, aftur og aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Þegar dregur að prófkjörum og vali forystumanna í stjórnmálum hellast yfir fólk ótrúlegustu birtingarmyndir af frambjóðendum. Svo er nú. Segja má að nokkrir frambjóðenda hafi þjófstartað og séu meira áberandi en samfélagið þolir með góðu móti. Af sumum er meira framboð en eftirspurn. Þar fer fremstur frambjóðandinn Gísli Marteinn Baldursson. Í fámennu samfélagi er hætta á að svona nokkuð gerist, að framboðið verði meira en eftirspurnin. Þetta á ekki bara við um fólk í stjórnmálum. Þetta er líka hættulegt með listafólk og íþróttafólk. Ábyrgð fjölmiðla er nokkur, en nú virðist sem hver fjölmiðillinn á eftir öðrum telji sig ekki geta fjallað um málefni Reykjavíkurborgar án þess að Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi og frambjóðandi í væntanlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokks, sé kallaður til. Enn eru nokkrar vikur í prófkjörið sjálft og ef fer sem horfir eru allar líkur á að kjósendur verði búnir að fá meira en nóg af frambjóðandanum þegar að sjálfu prófkjörinu kemur. Það er ekki endilega við Gísla Martein að sakast. Hann telur sig þurfa á athyglinni að halda og stekkur að hverri linsu og hverjum hljóðnema sem hann sér til og er boðið að. Fjölmiðlarnir geta ekki annað en spurt sig hvort þetta er rétt, gagnvart lesendum, áheyrundum og áhorfendum. Gísli Marteinn er eflaust hinn ágætasti maður. En svo er hægt að segja um marga aðra og einhvern veginn hefur mér virst sem hann sé ekki alltaf sá sem veit mest og veit best. Þess vegna hlýtur eitthvað annað að ráða því hversu oft frambjóðandinn er kallaður til. Kannski eru hann og hans stuðningsfólk svona dæmalaust dugleg að troða honum í þætti og viðtöl. Ef svo er verða viðkomandi fjölmiðlar að hugsa sinn gang. Þó þetta eigi langbest við um Gísla Martein, til þessa, er það svo að aðrir frambjóðendur eiga eftir að fara sömu leið. Troða sér að hvar sem þeir sjá tækifæri til. Það verður að segjast eins og er að miklir hagsmunir eru í húfi hjá mörgum og það er svo sem sætt þegar mikið er lagt í að framtíðardraumarnir gangi eftir, en það verður að gæta hófs. Það er eitt að ýmsir frambjóðendurnir kunni sér engin takmörk og það er svo annað að fjölmiðlar láti undan þrýstingi, aftur og aftur, frekar en að byggja fréttirnar upp með það sem viðkomandi máli er best og eðliegast, en ekki láta þrýsting einstakra frambjóðenda ná völdum. Það er óheiðarlegt gagnvart notendum fjölmiðlanna og gerir fréttir og annað fjölmiðlaefni drepleiðinlegt þegar sama fólkið segir sömu hutina aftur og aftur. Svo verða uppáþrengjandi frambjóðendur að hugsa með sér hvort þögnin geti ekki verið happadrýgri en sama morfísstefið, aftur og aftur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun