Viðskipti innlent

Íslenskir fjárfestar kaupa Merlin

Hópur íslenskra fjárfesta undir forystu íslenska fjárfestingarfélagsins Árdegis tilkynnti í dag um kaup sín á raftækjaverslanakeðjunni Merlin af danska fyrirtækinu FDB. Fjárfestahópurinn samanstendur af Árdegi, Milestone og Baugi Group. Í tilkynningu frá honum kemur fram að hann telji að Merlin, sem rekur 48 verslanir, búi yfir miklum möguleikum sem hægt sé að leysa úr læðingi með markvissri rekstrarstefnu. Stefnan sé að blása lífi í Merlin-merkið og auka fjárfestingu í verslununum. Fjárfestahópurinn hefur ekki í hyggju að loka verslunum eða segja upp starfsfólki. Þvert á móti er ætlunin að hjálpa fyrirtækinu að vaxa og því er stefnan sú að draga úr kostnaði með breyttum flutninga- og dreifikerfum og aukinni skilvirkni í rekstri, segir í tilkynningunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×