Innlent

TF-SIF leitaði Friðriks í dag

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, leitaði við strendur, eyjar og sker allt frá Skerjafirði inn Kollafjörð, út með Kjalarnesi og upp á Akranes í dag að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem saknað hefur verið í tæpa viku eftir að bátur sem hann var í steytti á skeri. Flogið var í kringum allar eyjar, m.a. Þerney, Lundey, Viðey, Engey og Akurey en leitin bar engan árangur. Fram kemur í tilkynningu frá Langhelgisgæslunni að á morgun verði varðskipið Ægir notað sem stjórnstöð leitar á sjó, þar með talið köfunar. Kafarar Landhelgisgæslunnar munu taka þátt í leitinni ásamt köfurum annarra viðbragðsaðila. Léttbátar varðskipsins verða einnig notaðir við leitina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×