Loeb í forystu í Wales

Heimsmeistarinn Sebastien Loeb á Citroen hefur forystu eftir fyrsta keppnisdag í Wales-rallinu og hefur 20 sekúndna forskot á Norðmanninn Petter Solberg á Subaru, sem er í öðru sæti. Finnski ökuþórinn Harry Rovanpera á Mitsubitshi er í þriðja sæti og landi hans Marcus Grönholm er í fjórða sæti.