Wenger vill semja við Henry
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vill ólmur nota tímann sem Thierry Henry verður frá á næstunni vegna meiðsla til að ræða nýjan samning við félagið og bendir á að málið ætti að leysast fljótlega þar sem Henry sé ekki peningagráðugur maður. "Við höfum lagt spilin á borðið og Henry veit að við viljum hafa hann áfram, þannig að mér þykir þetta bara vera spurning hvort hann vilji eyða framtíð sinni hjá félaginu. Ég hef í raun meiri áhyggjur af meiðslunum sem hann varð fyrir en af samningnum, því hann var búinn að leggja hart á sig í undirbúningnum en verður svo fyrir því að meiðast svona snemma á leiktíðinni," sagði Wenger.