Viðskipti innlent

Litlar líkur á hjöðnun verðbólgu

Litlar líkur eru á hjöðnun verðbólgu í október samkvæmt því greiningadeild Landsbankans segir í Vegvísi sínum. Þar er gert ráð fyrir 0,7 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs í næsta mánuði. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga haldast óbreytt í 4,8 prósent og verður líkt og í septembermánuði 2,3 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Áframhaldandi hækkun mun verða á fatnaði og skóm enda mun leiðrétting vegna sumarútsala sem ekki enn er komin fram skila sér í mánuðinum. Einnig telur greiningardeildin að húsgögn og heimilisbúnaður muni hækka nokkuð. Þá er ekki gert ráð fyrir að styrking krónunnar vegi á móti að neinu ráði enda er eftirspurn mikil og möguleikar verslana til að auka framlegð sína óvenju góðir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×