Innlent

Frávísun dregin til baka

Ragnar Hall dró til baka kröfu um að framhaldsákæra á hendur Sveini R. Eyjólfssyni, Eyjólfi Sveinssyni og átta öðrum sem hafa verið ákærðir fyrir að standa ekki skil á sköttum og launatengdum gjöldum í fyrirtækjarekstri tengdum Frjálsri fjölmiðlun verði vísað frá. Ragnar, sem er lögmaður Sveins Eyjólfssonar, segist hafa fengið skýringar á framhaldsákærunni sem vörðuðu Svein og að hún fæli í sér niðurfellingu á ákæruliðum. "Það voru niðurfelld tímabil sem virðisaukaskatti hafi ekki verið skilað, þannig að nokkur tímabil þar sem ekki vantaði upp á skilin voru felld út," segir Ragnar. "Það hljóta að vera nýmæli að saksókn sé felld niður í framhaldsákæru." Hluti verjenda í málinu hefur sett fram frávísunarkröfu á framhaldsákæruna og verður málflutningur 17. október.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×