Viðskipti erlent

Aukning um 2 milljónir fata á dag

Mynd/Vísir
OPEC, Samtök olíuútflutningsríkja, ákváðu á fundi sínum í dag að auka framboð á olíu um tvær milljónir fata á dag næstu þrjá mánuðina. Ætlunin er að auka framboð með því að selja hluta af varaforða aðildarríkjanna en ekki með því að auka framleiðslu. Olíumálaráðherrar OPEC-ríkjanna segja að með þessu leggi þeir sitt af mörkum til að sporna við verðhækkunum á olíumörkuðum. Í gær hækkaði olíuverð meira en það hafði áður gert á einum degi. Eftir fund OPEC í dag lækkaði olíuverð hins vegar um tvo Bandaríkjadali á fatið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×