Hæstiréttur getur ógilt úrskurðinn 20. september 2005 00:01 Úrskurði Héraðsdóms verður vísað til Hæstaréttar á næstunni. Ýmsar spurningar vakna við það. Getur Hæstiréttur til dæmis ógilt úrskurð Héraðsdóms og skyldað hann til að taka ákærurnar fyrir eins og þær eru? Og ef Hæstiréttur hins vegar staðfestir úrskurðinn, getur ákæruvaldið þá útbúið nýjar ákærur og byrjað allt ferlið upp á nýtt? Lítum á möguleikana í stöðunni. Hæstiréttur tekur málið fyrir, ógildir úrskurðinn og vísar málinu heim í hérað á ný. Þá þarf Héraðsdómur að taka málið fyrir aftur og dæma í því, með ákærunum óbreyttum, þrátt fyrir að hafa komist að þeirri niðurstöðu í dag að málið sé ekki dómtækt. Þeim úrskurði Héraðsdóms yrði væntanlega áfrýjað til Hæstaréttar, hver svo sem hann yrði. Ef hins vegar Hæstiréttur staðfestir úrskurðinn, og samþykkir þannig að málinu skuli vísað frá, þarf það ekki að þýða að því sé lokið. Ákæruvaldið hefur sagt að þá verði hægt að útbúa nýjar ákærur í málinu og hefja málarekstur að nýju. Því eru verjendur reyndar ekki alveg sammála. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir þá líta svo á að það séu verulegar takmarkanir á því vegna lagareglna sem um það gildi, t.a.m. reglur um meðferð opinberra mála og framhaldsákærur og annað slíkt sem takmarki mjög slíkar heimildir. Og jafnvel þótt ekki yrði ákært að nýju er ljóst að einhver eftirmál yrðu því Baugur hefur fyrir löngu boðað skaðabótamál á hendur ríkinu. Í morgun sögðu verjendur sakborninganna allir sem einn að úrskurður Héraðsdóms hefði ekki komið þeim á óvart, það hefði verið ljóst í hvað stefndi. Eins sagðist Jón H.B. Snorrason hafa verið búinn undir þessa niðurstöðu. En ef þetta kemur ekki nokkrum manni á óvart, er þá ástæða til að ætla að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu? Jakob Möller, verjandi Trggva Jónssonar, svarar því til að það reyni á ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála sem ekki hafi reynt á á þennan hátt áður. Hæstiréttur hafi í rauninni síðasta orðið um allt, en ekki síst réttarfarsatriði. Og þá er enn ósvarað þeirri spurningu hvaða Hæstaréttardómarar teljist hæfir til að dæma í málinu og hverjir ekki. Það verður sjálfsagt skoðað í kjölinn á næstunni. Eitt af því fáa sem virðist augljóst er að Baugsmálum er hvergi nærri lokið. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Úrskurði Héraðsdóms verður vísað til Hæstaréttar á næstunni. Ýmsar spurningar vakna við það. Getur Hæstiréttur til dæmis ógilt úrskurð Héraðsdóms og skyldað hann til að taka ákærurnar fyrir eins og þær eru? Og ef Hæstiréttur hins vegar staðfestir úrskurðinn, getur ákæruvaldið þá útbúið nýjar ákærur og byrjað allt ferlið upp á nýtt? Lítum á möguleikana í stöðunni. Hæstiréttur tekur málið fyrir, ógildir úrskurðinn og vísar málinu heim í hérað á ný. Þá þarf Héraðsdómur að taka málið fyrir aftur og dæma í því, með ákærunum óbreyttum, þrátt fyrir að hafa komist að þeirri niðurstöðu í dag að málið sé ekki dómtækt. Þeim úrskurði Héraðsdóms yrði væntanlega áfrýjað til Hæstaréttar, hver svo sem hann yrði. Ef hins vegar Hæstiréttur staðfestir úrskurðinn, og samþykkir þannig að málinu skuli vísað frá, þarf það ekki að þýða að því sé lokið. Ákæruvaldið hefur sagt að þá verði hægt að útbúa nýjar ákærur í málinu og hefja málarekstur að nýju. Því eru verjendur reyndar ekki alveg sammála. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir þá líta svo á að það séu verulegar takmarkanir á því vegna lagareglna sem um það gildi, t.a.m. reglur um meðferð opinberra mála og framhaldsákærur og annað slíkt sem takmarki mjög slíkar heimildir. Og jafnvel þótt ekki yrði ákært að nýju er ljóst að einhver eftirmál yrðu því Baugur hefur fyrir löngu boðað skaðabótamál á hendur ríkinu. Í morgun sögðu verjendur sakborninganna allir sem einn að úrskurður Héraðsdóms hefði ekki komið þeim á óvart, það hefði verið ljóst í hvað stefndi. Eins sagðist Jón H.B. Snorrason hafa verið búinn undir þessa niðurstöðu. En ef þetta kemur ekki nokkrum manni á óvart, er þá ástæða til að ætla að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu? Jakob Möller, verjandi Trggva Jónssonar, svarar því til að það reyni á ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála sem ekki hafi reynt á á þennan hátt áður. Hæstiréttur hafi í rauninni síðasta orðið um allt, en ekki síst réttarfarsatriði. Og þá er enn ósvarað þeirri spurningu hvaða Hæstaréttardómarar teljist hæfir til að dæma í málinu og hverjir ekki. Það verður sjálfsagt skoðað í kjölinn á næstunni. Eitt af því fáa sem virðist augljóst er að Baugsmálum er hvergi nærri lokið.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira