Bikarúrslit á menningarnótt 20. september 2005 00:01 Stærsti leikurinn á íslenska knattspyrnudagatalinu fer fram á laugardag þegar Reykjavíkurstórveldin Valur og Fram mætast á heimavelli Safamýrarliðsins, Laugardalsvelli. Leikurinn á alls ekki að vera síðasti leikur ársins heldur á leikurinn að fara fram á menningarnótt í ágústmánuði. Ég sé fyrir mér að nú loksins geti íþróttafíklar sem hafa lítinn áhuga á að fara í miðbæinn til að horfa á gjörning listamanna skellt sér á völlinn á menningarnótt. Leikurinn gæti orðið kærkomin upphitun fyrir bæjarröltið, tónleikana og flugeldasýninguna. Rök sem mæla með því að leikurinn eigi ekki að fara fram í lok leiktíðar: - Aðsóknin frá því ákveðið var að gera bikarúrslitin að lokaleik knattspyrnusumarsins árið 1999 hefur verið með mjög dræm. Í fyrra mættu til dæmis aðeins 2049 áhorfendur á úrslitaleik Keflavíkur og KA og aðeins einu sinni hefur aðsóknin á bikarúrslitaleik náð yfir fimm þúsund manns eftir breytingarnar en það var á leik KR og ÍA árið 1999. Þá var stemningin slík með KR að nánast var uppselt á æfingar liðsins. - Á sama tíma og leikurinn fer fram er heil umferð í enska boltanum. Það er deginum ljósara að fjölmargir stuðningsmenn Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal eiga eftir að velja pöbbinn eða sófann frekar en að fara á leikinn. - Veðrið hefur oft verið leiðinlegt á úrslitaleikjum undanfarinna ára, frá því að leiknum var seinkað til lok septembers. Á laugardag er spáð norðaustanátt með slyddu eða rigningu. Við búum á Íslandi og það er allra veðra von, sérstaklega á þessum tíma. - Báðum liðum hefur gengið afleitlega eftir að þau unnu leiki sína í undanúrslitum og greinilegt að úrslitaleikurinn hefur tekið einbeitinguna af deildinni og að úrslitaleiknum. Valsemenn hlutu aðeins fimm stig úr síðustu sjö leikjum sínum í mótinu að undanúrslitum gegn Fylki loknum en fyrir hafði liðið hlotið 27 stig úr fyrstu 11 leikjum sínum. Fram vann fyrstu tvo leikina eftir sigurinn gegn FH í undanúrslitum en svo ekki sögunni meir og liðið féll. Annar sigurinn var gegn Val í sögulegum leik þar sem Bo nokkur Henriksen gerði bæði mörk Fram en hann kom frá Val um mitt sumar. Það er kominn tími til KSÍ átti sig á því að knattspyrnufólk og knattspyrnuáhugamenn vilja ekki hafa stærsta leik ársins í hausthreti fyrir framan hálftóman Laugardalsvöll. Öll viljum við fá leikinn í ágúst sól og sumaryl eins og hér forðum. Flytjum leikinn fram á Menningarnótt! En vonandi fáum við skemmtilegan leik í slyddunni á laugardag. Fótboltinn er kaldhæðinn leikur og væri það ekki dæmigert að Fram ynni leikinn 1-0 og Bo Henriksen skoraði sigurmarkið? Hjörvar Hafliðason - hjorvar@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Stærsti leikurinn á íslenska knattspyrnudagatalinu fer fram á laugardag þegar Reykjavíkurstórveldin Valur og Fram mætast á heimavelli Safamýrarliðsins, Laugardalsvelli. Leikurinn á alls ekki að vera síðasti leikur ársins heldur á leikurinn að fara fram á menningarnótt í ágústmánuði. Ég sé fyrir mér að nú loksins geti íþróttafíklar sem hafa lítinn áhuga á að fara í miðbæinn til að horfa á gjörning listamanna skellt sér á völlinn á menningarnótt. Leikurinn gæti orðið kærkomin upphitun fyrir bæjarröltið, tónleikana og flugeldasýninguna. Rök sem mæla með því að leikurinn eigi ekki að fara fram í lok leiktíðar: - Aðsóknin frá því ákveðið var að gera bikarúrslitin að lokaleik knattspyrnusumarsins árið 1999 hefur verið með mjög dræm. Í fyrra mættu til dæmis aðeins 2049 áhorfendur á úrslitaleik Keflavíkur og KA og aðeins einu sinni hefur aðsóknin á bikarúrslitaleik náð yfir fimm þúsund manns eftir breytingarnar en það var á leik KR og ÍA árið 1999. Þá var stemningin slík með KR að nánast var uppselt á æfingar liðsins. - Á sama tíma og leikurinn fer fram er heil umferð í enska boltanum. Það er deginum ljósara að fjölmargir stuðningsmenn Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal eiga eftir að velja pöbbinn eða sófann frekar en að fara á leikinn. - Veðrið hefur oft verið leiðinlegt á úrslitaleikjum undanfarinna ára, frá því að leiknum var seinkað til lok septembers. Á laugardag er spáð norðaustanátt með slyddu eða rigningu. Við búum á Íslandi og það er allra veðra von, sérstaklega á þessum tíma. - Báðum liðum hefur gengið afleitlega eftir að þau unnu leiki sína í undanúrslitum og greinilegt að úrslitaleikurinn hefur tekið einbeitinguna af deildinni og að úrslitaleiknum. Valsemenn hlutu aðeins fimm stig úr síðustu sjö leikjum sínum í mótinu að undanúrslitum gegn Fylki loknum en fyrir hafði liðið hlotið 27 stig úr fyrstu 11 leikjum sínum. Fram vann fyrstu tvo leikina eftir sigurinn gegn FH í undanúrslitum en svo ekki sögunni meir og liðið féll. Annar sigurinn var gegn Val í sögulegum leik þar sem Bo nokkur Henriksen gerði bæði mörk Fram en hann kom frá Val um mitt sumar. Það er kominn tími til KSÍ átti sig á því að knattspyrnufólk og knattspyrnuáhugamenn vilja ekki hafa stærsta leik ársins í hausthreti fyrir framan hálftóman Laugardalsvöll. Öll viljum við fá leikinn í ágúst sól og sumaryl eins og hér forðum. Flytjum leikinn fram á Menningarnótt! En vonandi fáum við skemmtilegan leik í slyddunni á laugardag. Fótboltinn er kaldhæðinn leikur og væri það ekki dæmigert að Fram ynni leikinn 1-0 og Bo Henriksen skoraði sigurmarkið? Hjörvar Hafliðason - hjorvar@frettabladid.is
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar