Innlent

Sendir fannst undir kvöld

Mikill viðbúnaður var hjá björgunarsveitum og Landhelgisgæslu við Sandgerði í gær vegna sendinga neyðarsendis á svæðinu. Að sögn Landhelgisgæslu hófust sendingarnar klukkan 11:17 í morgun og fór strax nokkur viðbúnaður í gang. Í framhaldinu voru kallaðar út björgunasveitir og varðskip sent á svæðið. Sendirinn fannst svo um klukkan hálftíu í gærkvöldi á bak við sjoppu, en unglingar höfðu stolið honum úr björgunarbáti við höfnina. Þá var TF-SIF, þyrla gæslunnar, kölluð út um klukkan hálf átta í gærkvöldi og sótti aldraðan sjómann með botnlangakast út á Faxaflóa. Hann var fluttur á gjörgæsludeild LSH við Hringbraut.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×