Innlent

Erfitt að leggja málið fram á ný

"Ég bjóst allt eins við þessari niðurstöðu. Það hlyti að koma til skoðunar að ef vísa ætti svo stórum hluta ákærunnar frá dómi kæmi til álita að vísa henni allri frá," segir Einar Þór Sverrisson lögfræðingur og verjandi Jóhannesar Jónssonar. "Það að þetta skuli vera niðurstaðan eftir þriggja ára rannsókn eru vitanlega stórmerkileg tíðindi. Eins og fram hefur komið hefur rannsóknin sætt mikilli gagnrýni og þetta er eiginlega staðfesting á því að þeir sem rannsökuðu málið og gáfu út ákæru gerðu það ekki betur en svo að málinu er vísað frá dómi." Gestur Jónsson lögfræðingur og verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar tekur í sama streng og Einar og vísar til til bréfs dómaranna frá 26. ágúst. "Svo stór hluti málsins er haldinn annmörkum að mati dómaranna að þeir telja sér skylt að vísa málinu frá í heild sinni." Gestur telur því settar mjög þröngar skorður að leggja málið fram á nýjan leik. "Reglur um framhaldsákærur og slíkt takmarka mjög slíkar heimildir. Það getur ekki verið ætlunin að ákæruvaldið komi fram með ákærur sem ekki standist og fái síðan leiðbeiningar dómstóla um það hvernig gera eigi ákærurnar úr garði," segir Gestur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×