Innlent

Leituðu neyðarsendis á Reykjanesi

Varðskip, björgunarskipið frá Sandgerði og björgunarsveitarmenn á landi leituðu í allan gærdag að neyðarsendi sem gaf til kynna að að einhver vá væri við Reykjanes. Gervihnöttur nam sendingarnar og bárust upplýsingar um þær frá Noregi. Eftir mikla leit fundu björgunarsveitarmenn sendinn í fjörunni á bak við sjoppu í Sandgerði klukkan hálftíu í gærkvöldi. Þá var þyrla frá Landhelgisgæslunni komin i viðbragðsstöðu. Talið er víst að unglingar hafi stolið honum úr báti í höfninni, gangsett hann og kastað honum í fjöruna. Ekki er búið að hafa upp á þeim, en svona nokkuð er saknæmt og liggja þungar refsingar við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×